
Þið sem eigið leið um Skagafjörð ættuð að heimsækja Kakalaskála í Kringlumýri í Skagafirði. Við fengum þennan tölvupóst frá þeim ágætis hjónum Sigurði Hansen og Maríu Guðmundsdóttur. Kíkið endilega á heimasíðuna þeirra kakalaskali.is
„Við hjá Kakalaskála í Kringlumýri í Skagafirði viljum vekja athygli á að á staðnum er Sögu- og listasýningu með hljóðleiðsögn frá átakatímum 13. aldar, ásamt Sviðsetningu Haugsnesbardaga, sem er stórt útilistaverk. Hvort tveggja hefur verið vel sótt af eldri borgurum og mælst vel fyrir. Verð fyrir eldri borgara á Sögu- og listasýninguna er 2100 krónur. Hægt er að hafa samverustund og kaffispjall í Kakalaskála.
Á staðnum er einnig Vinnustofa Maríu og antikbúð sem gaman er að heimsækja.
Heimasíðan okkar er https://www.kakalaskali.is/ og þar er að finna allar nánari upplýsingar.
Kær kveðja, Sigurður Hansen og María Guðmundsdóttir, eigendur Kakalaskála“.
