Fskj. 5. Guðrún Aradóttir

„Ég sé það í fundarboði að stjórnin ætlar að leggja niður þá hefð, að skipa í nefndir og ráð,og láta kjósa um það á aðalfundi, þegjandi og hljóðalaust hugsaði ég fyrst, en sá svo að það getur ekki verið, allt upp á borðum strax og út á netið. Mér finnst það miður og ég sé ekki tilganginn, að rjúfa þá hefð, sem hefur verið ,að kjósa í nefndir á aðalfundi, nema það sé til þess að geta ráðið og rekið fólk og nefndir án athugasemda. Sú hefð hefur verið við lýði, ég held frá upphafi að stjórnin hefur leitað að fólki til að taka að sér nefndarstarf,og síðan er það borið undir atkvæði á aðalfundinum, mér hefur fundist þetta góð aðferð og lýðræðisleg Allir sem hafa starfað í þessum nefndum og ráðum hafa sinnt því starfi sem þeim er ætlað af kostgæfni og létt með því á stjórninni. 

Ég ætla sérstaklega að minnast á kjararáðið,sem var stofnað árið 2016. Aðdragandi þess var sá, að á aðalfundi 1915, kom Elsa þ. Árnadóttir, sem þá bjó á Hellu,með munnlega tillögu um að stofna Kjararáð Feb.Rang.til að berjast fyrir bættum kjörum eldri borgara og leist okkur mörgum vel á það og serstaklega var Halldór Gunnarsson áhugasamur um málefnið. Ég ætla að leifa mér að lesa upp tillögu um þetta málefni og var lögð fyrir aðallfundinn 2016 og samþykkt. 

Tillagan hljóðar svo. 

Aðalfundur FEB Rang.haldinn í Hvoli Hvolsvelli 7.apríl 2016 samþykkir að stofna Kjararáð Felags eldri borgara í Rangárvallasýslu, sem yrði skipað þrem aðalmönnum og þrem til vara. 

Hlutverk kjararáðs yrði að berjast fyrir bættum kjörum eldri borgara og eins að kanna áhuga annara félaga eldri borgara á Suðurlandi fyrir stofnun sameiginlegs Kjararáðs Suðurlands. 

Greinargerð: 

Á síðasta aðalfundi, sem var haldinn í Menningarsalnum á Hellu 9.apríl 2015, kom Elsa Þ. Árnadóttir með munnlega tillögu um stofnum Kjararáðs Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu. 

Síðan hafa fleiri rætt þetta mál, meðal annara Halldór Gunnarsson,sem var áhugamaður um málefnið. Við í stjórn FEB Rang.erum fylgjandi því að stofnað verði kjararáð og eins og kemur fram í tillögunni, er hlutverk þess að berjast fyrir bættum kjörum eldri borgara, vekja athygli stjórnvalda á því misrétti sem við búum við og eins að vera tengiliður milli hins almenna félagsmanns og stjórnar Landssambands eldri borgara, sem stundum virðist hálf máttlaus í baráttunni. 

En jafnframt að ræða við forsvarsmenn annara félaga eldri borgara á 17

Suðurlandi um stofnun sameiginlegs Kjararáðs Suðurlands. 

Halldór Gunnarsson var kosinn formaður ráðsins og hefur hann verið það síðan. 

Hann hefur verið ötull baráttumaður fyrir bættum kjörum eldri borgara, bæði í ræðu og riti, ásamt því ágæta fólki, sem með honum hefur starfað i ráðinu, en þau eru Júlíus P. Guðjónsson heitinn, (blessuð sé minning hans) hann var í 3 

ár, Ingibjörg Marmundsdóttir í 3 ár og með þeim hafa verið Benedikta Steingrímsdóttir, Svavar Hauksson, Guðgeir Sumarliðason og nú síðast Bergur Pálsson verið í ráðinu. 

Eins og kemur fram í tillögunni frá 2016, var ráðinu falið að kanna áhuga annara félaga eldri borgara á Suðurlandi á samvinnu en þau ekki sýnt því áhuga, en formaður Kjararáðs getur upplýst um það ef ekki er rétt með farið. Mér hefur fundist á þeim bréfaskiftun, sem hafa birst á netinu undanfarið, það 

anda frekar köldu á milli núverandi forystu Feb. Rang,og Kjararáðs. Ég hef það þess vegna á tilfinningunni að nú eigi að sleppa því að skipa í Kjararáð Feb. Rang. meir, sem og kannski fleyri nefndir. Mér finnst það miður ef svo verður og spyr þá af hverju ? 

Ég tel að Kjararáð Feb. Rang.með formanninn Halldór Gunnarsson í broddi fylkingar, hafi staðið vel að þeim málum sem það var stofnað til, að berjast fyrir bættum hag eldri borgara í ræðu og riti. 

Ég vil því nota tækifærið og þakka öllu því fólki, sem starfað hefur fyrir félagið á umliðnum árum og alveg sérstaklega Kjararáði fyrir baráttu þeirra fyrir bættum kjörum okkar eldri borgara, sem er misjöfn,eins og við vitum.“ 

Scroll to Top