Áhersluatriði eldra fólks í komandi Alþingiskosningum
Stefna í fimm málaflokkum eldri borgara var einróma samþykkt á formannafundi LEB 13.3.2021. Plaggið verði notað til að miðla okkar boðskap sem víðast.
Miðlunarleiðir
Hvernig er hægt að koma skilaboðum á framfæri við frambjóðendur og stjórnmálaflokkana fyrir komandi kosningar?
1. Frá LEB til grasrótarinnar
- Dreifa stefnuplagginu út til aðildarfélaganna sem komi þeim á framfæri við félaga sína ( A4 blað með stefnunni auk blaðs með nánari útlistun fyrir félagann sem er reiðubúinn að tala fyrir stefnunni).
- Félagar mæti á framboðsfundi, flokksráðsfundi og aðra stjórnmálafundi, tali fyrir stefnunni og afhendi frambjóðendum (þarf ekki að binda sig við „eigin“ flokk).
- Félögin haldi almenna fundi og bjóði frambjóðendum kjördæmisins að mæta til að kynna sín stefnumál og félögin kynna þeim stefnu okkar.
- Félög/félagar kynni sveitarstjórnarmönnum stefnuna með ósk um að þeir tali fyrir málinu í flokksapparötum sínum (Margir sveitarstjórnarmenn hafa bein tengsl við stjórnmálaflokkana).
- Félögin hvött til að skrifa greinar um málið í staðbundin blöð (má vera dálítið staðlað frá LEB).
- Hvetja eldri borgara sem ekki eru með í félagsskap okkar til að vera með til að styrkja hópinn.
- Leggja ríka áherslu á að við tölum einum rómi, út frá stefnunni.
2. Beint frá LEB
- LEB skipuleggi greinaskrif um stefnuna, auglýsi, sendi stjórnmálaflokkunum efni og komi fram í fjölmiðlum eftir atvikum.
- LEB fylgist vel með skrifum um málefni eldri borgara og leiðrétti rangfærslur hratt og örugglega.
- LEB verði í góðu samtali við verkalýðsforystuna (ASÍ, BSRB, BHM og e.t.v stærstu verkalýðsfélögin, VR og Eflingu).
Hellu 6.4.2021
Stjórn FEBRANG