Fundargerðir 2021/2022

Númer fundargerða: 1 – 21/22 merkir 1. fundargerð frá aðalfundi 2021.

21-21/22 Fundargerð stjórnarfundar FEBRANG haldinn 7.4. 2022 kl. 1300 í Menningarsalnum á Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þórunn Ragnarsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon og Svavar Hauksson. Sigrún Ólafsdóttir boðaði forföll.

Formaður setti fund og bauð alla viðstadda velkomna.

  1. Ásdís las fundargerð stjórnarfundar 20-21/22 frá 4.4.2022. Fundargerðin samþykkt með áorðnum breytingum.
  1. Farið yfir undirbúning aðalfundar.

Formaður þakkaði stjórninni fyrir sérstaklega góða samvinnu á undanförnu ári.

  1. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund strax að loknum aðalfundi.
  1.  Samþykkt að skýrslur nefnda verði ekki lesnar á aðalfundi.

     Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

20 -21/22 Fundargerð 4.4.2022 kl. 13:00

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Ó. Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir, Svavar Hauksson og Ásdís Ólafsdóttir. Sigrún Ólafsdóttir boðaði forföll.

Formaður setti fundinn og bauð stjórnina velkomna, bað Þorstein að rita fundargerð.

  1. Vilborg las fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda.
    1. Landsfundarboð LEB hefur borist. Fundurinn verður 3.5. Í Hafnarfirði.
    2. Borist hefur póstur frá LEB um tilnefningu í stjórn samtakanna.
    3. Afsláttarapp LEB er nú tilbúið.
    4. Fundur var haldinn í kjaranefnd LEB 25.3. s.l.
  3. Tveir fulltrúar kjörnefndar, þær Guðrún Ingvarsdóttir og Sólveig Ottósdóttir  mættu á fundinn. Jóna Guðbjörnsdóttir boðaði forföll. Þær gefa allar kost á sér áfram í kjörnefnd. 
  1. Tilnefning í Öldungaráð var kynnt.
  2. Leikhúsferð 23.4.2022. Um 20 miðar eru nú seldir.
  3. Stefnt er að uppistandi Bjarna Harðar. föstud. 6. maí.
  4. Jónsmessuhátíð ákveðin föstudaginn 24.6. á Goðalandi.
  5. Rætt var um félagsvist og málið skoðað nánar í haust.
  6. LEB hefur óskar eftir grein í Lifðu núna. Samþykkt var að segja frá hvað við gerðum í aðdraganda Alþingiskosninga.
  7. Samþykkt var hafa samband við frambjóðendur á listum til sveitarstjórna með kynningu á kröfum okkar. Stjórnarmenn munu mæta á fundi framboðanna.
  8. Samþykkt var að bjóða stjórnendum lýðheilsumála í sveitarfélögunum á félags- og fræðslufundinn 27.4.2022.
  9. Undirbúningur aðalfundar
    1. Tími 13:00-15:00.
    2. Farið var yfir skýrslu stjórnar.
    3. Farið var yfir leiðbeiningar fyrir fundarstjóra.
    4. Stjórnin leggur engar tillögur fyrir aðalfund.
  1. Handverksfólk vill sjálft sjá um kaffiveitingar á handverkssýningunni. 
  2. Sumarferðir.
  3. Næsti fundur 7.4. kl. 12.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

19 – 21/22 Fundargerð 21.3. 2022 kl. 13:30 í fundarsal Oddasóknar


Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Ó. Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir og Svavar Hauksson. Sigrún Ólafsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir boðuðu forföll.

Formaður setti fundinn og bauð stjórnina velkomna, bað Þorstein að rita fundargerð.

  1. Vilborg las fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda.
    1. Góugleði slegin af.
    2. Skemmtun Bjarna Harðarsonar frestað.
    3. Auglýsing um aðalfund var í Búkollu í s.l. viku.
    4. Formannafundur LEB. Farið yfir uppkast að áherslum eldri borgara fyrir sveitarstjórnarkosningar. 
    5. Stjórnarfundur 14.3. var slegin af vegna Corona veikinda.
  3. Kosning í Öldungaráð. Samþykkt að kosnir verði þrír fulltrúar á aðalfundinum 7.4.
  4. Kjörnefnd var boðuð en forfölluð vegna veikinda.
  5. Undirbúningur aðalfundar: 
    1. Tími 13:00 -15:00. 
    2. Ársskýrsla verður lesin upp af öllum stjórnarmönnum.
    3. Fundarritarar verða tveir. 
    4. Þeir sem taka til máls á fundinum þurfa að koma í pontu.
    5. Þórunn útbýr dagskrá fyrir fundarstjóra.
    6. Stjórn mun leggja ályktun fyrir aðalfund um starfsemi LEB.
    7. Þórunn mun semja við Jarþrúði Kolbrúnu um kaffiveitingar.
  6. Handverkssýning verður 30.4-1.5. Í Menningarsalnum á Hellu.
  7. Fyrirhugaðar eru þrjár ferðir í sumar, dagsferð í júní, þriggja daga ferð í Skagafjörð og dagsferð í ágúst.
  8. Hugarflug:
    Eru aðrar baráttuaðferðir til sem geta skilað betri árangri í kjarabaráttu? Málið var rætt, m.a. viðhorf til eldra fólks, flestir verða eldri borgarar.
     
  9. Næsti fundur 4.4. kl. 13:30.

18 – 21/22 Stjórnarfundur 7.3. 2022. kl. 13:30 í fundarsal Oddasóknar


Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Ó. Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir. Ásdís Ólafsdóttir og Svavar Hauksson boðuðu forföll.

Formaður setti fundinn og bauð stjórnina velkomna, bað Þorstein að rita fundargerð.

  1. Vilborg las fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda.
    1. Fundur kjaranefndar LEB.
      Formaður sagði frá fundinum. Fundargerðin er komin á vefsíðu LEB (leb.is).
    2. Formannafundur LEB.
      1. Farið var yfir uppkast að áhersluatriðum sem á að kynna frambjóðendum fyrir sveitarstjórnarkosningar.
      2. Kynnt var bréf til ASÍ, BHM og BSRB með ósk um samstarf og samráð vegna komandi kjarasamninga.
    3. Upplýsingaöflun LEB um þjónustu sveitarfélaga við okkur eldri.  FEBRANG hefur óskað eftir upplýsingum frá sveitarfélögunum um hvaða þjónusta er í boði. 
  3. Farið var yfir og samþykkt auglýsing um fyrirlestur Bjarna Harðar. sem birtist  í næstu Búkollu.
  4. Kjörnefnd var boðuð, en var forfölluð vegna veikinda.
  5. Aðalfundur 7.4.
    Undirbúningur:
    1. Auglýsing í Búkollu fer á vefinn 14.3.
    2. Samþykkt var að óska eftir að Halldóra Þorvarðardóttir verði fundarstjóri.
      Dagskrá aðalfundar:
      1. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta ár. Samþykkt var að stjórnin skipti með sér upplestri hennar.
      2. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta ár lagðir fram til samþykktar.
      3. Samþykkt var að leggja til að árgjald 2022 verði 2.500 kr.
      4. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna reikninga.
      5. Kosning kjörnefndar.
      6. Kosning tveggja fulltrúa á landsfund LEB. Samþykkt var að leggja til að formaður og Ásdís Ólafsdóttir verði aðalfulltrúar og Vilborg Gísladóttir og Þorsteinn Ó. Markússon til vara.
      7. Afgreiðsla ályktana og tillagna.
      8. Önnur mál.
  1. Saltkjöt og baunir 11.3. Farið var að Laugalandi að skoða aðstæður. Rúmlega 30 manns hafa boðað þátttöku.
  2. Handverkssýning. Þórunn ræðir við handverksfólkið. Rætt var um fyrstu helgina í maí. 
  3. Sumarferðir. Ferðanefnd mun hittast fljótlega til að leggja á ráðin.
  4. Næsti fundur 14. mars kl. 14:30.
  5. Önnur mál.
    Kjaranefnd LEB óskaði eftir hugmyndum um breyttar baráttuaðferðir í kjarabaráttunni. Ákveðið að ræða málið á næsta stjórnarfundi.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

17 – 21/22. Stjórnarfundur 28.2. 2022 kl. 13:30 haldinn í Menningarsalnum á Hellu



Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Sigrún Ólafsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Vilborg Gísladóttir og Þorsteinn Ó. Markússon, sem ritaði fundargerð. Svavar Hauksson og Ásdís Ólafsdóttir boðuðu forföll.

  1. Sigrún Ólafsdóttir las fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda.

    Jón Ragnar fór yfir formannafund LEB:
    1. Heilsuefling.
    2. Sveitarstjórnarkosningar.
    3. Húsnæðismál okkar eldri.
    4. Afsláttarbókin.
    5. Stefnumótun LEB.
    6. Allir félagsmenn í félögum eldri borgara eru í ritnefnd LEB blaðsins.
    7. Eldri borgarar og stéttarfélögin. 
    1. Farið yfir átak í heilsueflingu sem er á vegum LEB og ÍSÍ og kostuð af ríkissjóði.
    2. Rætt var um söfnun í afsláttabók vegna lélegra undirtekta fyrirtækja. Ákveðið var að kynna hana á félags- og fræðslufundi 25.4. n.k.
    3. Stjórnarfundi hefur verið frestað í tvígang vegna veðurs.
  3. Auglýsingar. Í næstu Búkollu og á vefinn.
    1. Farið var yfir auglýsingu FEBRANG í Búkollu og hún send með áorðnum breytingum.
    2.  Samþykkt að birta auglýsingu í Búkollu 7.3. vegna Njáls sögu Bjarna Harðar. í Hvolnum 18.3. kl. 20.
    3. Leikhúsferð verður auglýst í Búkollu 4.4.2022.
  4. Aðalfundi frestað til 7.4.
  5. Félags- og fræðslufundur 21.3. felldur niður, en verður 25.4. Kl 13:30 á Hellu. Meðal fundarefnis Aðalheiður K. Steinadóttir fræðir um félagsþjónustuna og starfsmenn heilsueflingar LEB/ÍSÍ mæta.
  6. Ársreikningur FEBRANG 2021. Þórunn fór yfir ársreikninginn. Samþykkt var að fara yfir ýmsar gjafir í handverki sem ekki verða nýttar og afskrá þær.
  7. Kjörnefnd verður boðuð á næsta fund.
  8. Saltkjöt og baunir 11.3.kl. 18:30. Þórunn, Vilborg, Þorsteinn og Jón Ragnar munu kanna aðstæður á Laugalandi í þessari viku.
  1. Njáls saga: Var Gunnar á Hlíðarenda írskur prins? Verður í Hvolnum á Hvolsvelli 18.3. kl. 20.
    1. Húsið hefur verið pantað, samið hefur verið við Bjarna um verð. Aðgangur ákveðinn 3000 kr. Engin posi verður, miðar seldir við innganginn. Þessi skemmtun er opin öllum.
  2. Farið yfir nefndaskipan. Allt nefndafólk gefur kost á sér.
  3. Samþykkt var að setja viðburðadagatal á vefsíðuna.
  4. Sveitarstjórnarkosningar 14.5.2022.
    Farið yfir uppkast að áherslum varðandi sveitarstjórnarkosningar frá LEB, þær samþykktar og ákveðið að senda frambjóðendum þegar framboðslistar liggja fyrir.
  5. Næsti fundur 7. mars kl. 13:30.
  6. Önnur mál.
    Samþykkt að setja upp hillur undir gögn félagsins í geymsluherbergi í Menningarsalnum.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

16-21/22 Stjórnarfundur FEBRANG haldinn í Menningarhúsinu á Hellu kl. 16:00 9.2. 2022

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir. Sigrún Ólafsdóttir og Svavar Hauksson boðuðu forföll.

Formaður setti fundinn og bauð stjórnina velkomna bað Ásdísi að rita fundargerð og bar fundargerð 15-21/22 frá 31.1 2022 upp til samþykktar. Fundargerðin var samþykkt.

  1. Afsláttarbókin. Kannaður verður áhugi fyrirtækja á áframhaldandi þátttöku.
    Fyrirtæki sem hafa auglýst í bókinni fá sendar breyttar reglur um skráningu.
     
  2. Félags-og fræðslufundur FEBRANG mánudaginn 28.02.2022 haldinn í Félagsheimilinu Hvoli kl.13:30-15:30. Farið yfir dagskrá fundarins og skipulag.
  3. Góugleði 11.03.2022 haldin að Laugalandi kl.18:00. Kvenfélagið Eining í Holtum sér um veitingar. Undirbúningur gengur vel.
  4. Sveitarstjórnarkosningarnar. Hvetja fólk til að fylgjast með og mæta á kjörstað.
  5. Bjarni Harðar spyr: Var Gunnar á Hlíðarenda írskur prins?. Stefnt að 18.03.2022 kl.20:00-22:00 í Félagsheimilinu Hvoli. Verður auglýst síðar.
  6. Njála á hundavaði. Ferð í Borgarleikhúsið áætluð í apríl. Í boði fyrir allt fólk í FEBRANG. Auglýst síðar.
  7. Fleira ekki gert og fundi slitið.

15-21/22 Stjórnarfundur FEBRANG haldinn í Hvoli kl.12:00 31.01.2022 

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þórunn Ragnarsdóttir, Þorsteinn Markússon, Vilborg Gísladóttir, Svavar Hauksson og Ásdís Ólafsdóttir. Sigrún Ólafsdóttir boðaði forföll. 

Formaður setti fundinn og bauð stjórnina velkomna, bað Ásdísi að rita fundargerð og Vilborgu að lesa fundargerð síðasta fundar. 

  1. Vilborg las fundargerð 14-21/22 17.01.2022 og var hún samþykkt.

  2. Hvað gerðist milli funda.
    1. Slakað á samkomutakmörkunum. Fjöldi fólks, fjarlægð milli fólks og grímuskylda. 
    2. Leiðbeinendur og stjórnendur spila. Þórunn hefur verið í sambandi við þetta fólk og gengið frá því að félagsstarfið fari af stað í þessari viku. 
    3. Fjarfundur kjaranefndar LEB 21.01.22. Fundargerð þessa fundar er aðgengileg á vefsíðu LEB, leb.is. 
    4. Tæknilæsi. FEBRANG hefur fengið aðgang að kennslumyndböndum frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar um vinnu á snjalltæki. Þau er hægt að nálgast á vefsíðu FEBRANG. 
    5. Fjarfundur á vegum Tryggingastofnunar þar sem kynnt var aðstoð við fólk til að nýta sér tæknina til samskipta og að nálgast ýmsa þjónustu. 
    6. Tryggingastofnun býður kynningu á þessu starfi til félaga innan LEB. Til stendur að fá þessa kynningu á almennan fræðslufund hjá FEBRANG. 
  3. Starfsemi félagsins hefst á ný. Hefst með vörutalningu í handverki 1.02.2022 kl.11:00.
  4. Skýrsla FEBRANG til LEB um starfið árið 2021. Send 31.01.2022.
  5. Góugleði áætluð 8.03. n.k. Haldið áfram með undirbúning.
     
  6. Félags-og fræðslufundir. Í Hvoli 28.02.2022 kl.13:30-15:30.
    Á Hellu 25.04.2022 kl 13:30-15:30. Haldið áfram með undirbúning.
     
  7. Aðalfundur FEBRANG 2022 í Menningarsalnum á Hellu 24.03 kl.13:30-15:30. Haldið áfram við undirbúning.
  8. ABLER kerfið. LEB hafði kynningu á þessu bókhaldskerfi fyrir aðildarfélög innan LEB. Þar kom fram að kerfið er félögunum að kostnaðarlausu og ætlað til að auðvelda allt utanumhald.

    Ákveðið að taka þetta kerfi í notkun smátt og smátt. Byrja á því að setja upp félagaskrá. Taka svo næstu skref s.s. félagsgjöld og aðrar greiðslur sem koma félagsstarfinu við.
  9. Auglýsing fer í Búkollu um starfið framundan og hvatningu til að taka þátt.
  10. Ferðir sumarsins. Frestað. 
  11. Hugarflug um lýðheilsumál. Frestað.
     
  12. Sveitarstjórnarkosningar 14.05.2022. Frestað.
     
  13. Næsti fundur kl.12:00, 7.02.2022. Kjörnefnd boðuð á fundinn kl.13:00.
  14. Önnur mál.
    Skipulag fyrir spilin samþykkt. Katrín Björg Jónasdóttir sér um spilin á Hvolsvelli og Guðbjörg Ísleifsdóttir á Hellu. 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

  

14-21/22 Stjórnarfundur FEBRANG haldinn í Menningarsalnum á Hellu kl.12.00 17.01.2022

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir boðaði forföll og Svavar Hauksson veikindi.

Formaður setti fundinn og bauð stjórnina velkomna, bað Ásdísi að rita fundargerð og Vilborgu að lesa fundargerð síðasta fundar.

  1.  Vilborg las fundargerð 13 – 21/22, 03.01.2022 og var hún samþykkt.

  2. Hvað gerðist milli funda.
    1. Jón Ragnar og Þórunn höfðu samband við Steinunni hjá LEB vegna ABLER. Málið er í vinnslu og verður því fylgt eftir.
    2. Vegna samkomutakmarkana liggur allt starf í félaginu niðri.

  3. Ákveðið að greiða leiðbeinendum í handverki laun í janúar eins og starfið hafi farið af stað 11.01.2022.

  4. Ákveðið að birta hvatningarorð í næstu Búkollu til fólks í Rangárvallasýslu. Leggja áherslu á eldra fólk og hvetja til bjartsýni og að leita lausna.

  5. Stjórnin hefur ákveðið að biðja alla formenn nefnda að kanna  áhuga nefndarmanna á að gefa kost á áframhaldandi störfum í viðkomandi nefnd eftir aðalfund FEBRANG 2022.

  6. Verið er að setja upp Crossfit stöð á Hellu. FEBRANG hefur fengið tilboð fyrir sitt fólk og því verður deilt á heimasíðu félagsins.

  7. Hugarflug um lýðheilsumál eldra fólks. Frestað.

  8. Sveitarstjórnarkosningar 14.05.2022. Frestað.

  9. Næsti fundur kl. 12:00 31.01.2022.

  10. Önnur mál. Formaður hvetur Vefsíðunefnd til að setja saman hvatningarorð og birta á
    heimasíðu FEBRANG.

                                                  Fleira ekki gert og fundi slitið.

                    

         

13-21/22. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn í Menningarsalnum á Hellu kl.12:00 3.01.2022.

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon og Ásdís Ólafsdóttir. Sigrún Ólafsdóttir boðaði forföll.

  1. Formaður setti fundinn og bauð stjórnina velkomna, bað Ásdísi að rita fundargerð og Vilborgu að lesa fundargerð 12-21/22 frá 29.11.2021 og var hún samþykkt.
  1. Hvað gerðist milli funda!

2.1. Framlag Héraðsnefndar til starfsemi FEBRANG. Skv. fjárhagsáætlun félagsins þarf kr. 5.065.500 til rekstrar félagsins. Héraðsnefnd samþykkti þessa upphæð og er málið afgreitt.

2.2. Fundur Kjaranefndar LEB 3.12.2021.

Fundurinn var haldinn í Reykjavík auk  þátttöku í streymi. Á fundinum var samþykkt  samhljóða að fara fram á það við Alþingi að eldri borgarar fái sömu hækkun og annað fólk samkvæmt Lífskjarasamningi. Því var hafnað.

  1. Auglýsing í Búkollu um starfið á vorönn. Ákveðið að starfið fari af stað 11.01.2022 að öllu óbreyttu. Ef aðstæður breytast verða teknar ákvarðanir sem við eiga hverju sinni.
  2. Gjald í handverki á vorönn. Samkvæmt fjárhagsáætlun var ákveðið að gjald í handverk yrði 2.500 kr.
  3. Vörutalning og álestur rafmagns. Vörutalning í handverki fer fram í byrjun annar. Jón Ragnar og Vilborg bjóða fram aðstoð. Lesið var af mæli vegna brennsluofns 3.01.2022. Ofninn stendur í 580,4 kwst.
  4. Félaga- og greiðslukerfið ABLER. LEB býður upp á þetta kerfi. Jón Ragnar og Þórunn fara og afla upplýsinga hvort þetta henti okkar félagi.
  5. Sveitarstjórnarkosningar 14.05.2022. Huga þarf að málefnum til að leggja fram til umræðu við frambjóðendur til sveitarstjórnar.
  6. Aðalfundur 2022. Stefnt að því að halda aðalfund í lok febrúar. Ákveðið að boða kjörnefnd á næsta stjórnarfund.
  7. Næsti fundur stjórnar kl. 12:00 10.01.2022.
  8. Önnur mál. Góð aðsókn á margmiðlunarnámskeið.

    Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

                                                         

12-21/22 Stjórnarfundur FEBRANG haldinn í Menningarsalnum á Hellu kl.11:30 29.11.2021

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Sigrún Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir.

Formaður setti fundinn og bauð stjórnina velkomna og bað Ásdísi að rita fundargerð.

1. Svavar Hauksson las fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt.

2. Hvað gerðist milli funda.

   2.1 Leiðbeinandi í margmiðlun fundinn. Auglýsing vegna þessa verkefnis fer í Búkollu í dag og er  stefnt að
því að hefja kennslu í janúar 2022.3.

3. Erindisbréf nefnda félagsins undirrituð.

4. Dansnefnd er ný nefnd í FEBRANG. Hana skipa Ólafía Sveinsdóttir, formaður, Björg Jónsdóttir, og Elín Jónsdóttir.    Björg og Ólafía mættu á fund stjórnar og er stefnt að því að dansa annan hvern fimmtudag eftir spil í Menningarsalnum á Hellu og byrja 27. janúar 2022.

5. Fulltrúar sveitarstjórna mættu kl.12:30. Mætt voru Lilja Einarsdóttir, Ágúst Sigurðsson og Valtýr
Valtýrsson.    
5.1 Rætt um Öldungaráð stofnun þess og tilgang. Ákveðið að fulltrúar sveitarstjórna hafi samband við
Öldungaráð og hvetji það til að halda fund.

5.2 Rætt um lýðheilsumál 60 plús í sýslunni. Fullur vilji sveitarfélaganna er til að halda áfram því starfi sem er
nú þegar í boði auk þess að finna leiðir til að auka fjölbreytni og nýta húsnæði og tæki sem til eru.
Hugmynd um að skipa eina nefnd til að halda utan um þetta  starf. Ágúst Sigurðsson kom með tillögu um
að FEBRANG komi með erindi til sveitarstjórna varðandi starf til Heilsueflingar. Umræður um hversu
mikilvægt félagsstarfið er fyrir þátttakendur.

5.3 Rætt um mikilvægi góðs aðgengis fyrir eldra fólk og þau sem þurfa hjálpartæki.

6. Arna Þöll Bjarnadóttir leiðbeinandi í margmiðlun kom á fund stjórnar. Arna Þöll vinnur sem verktaki og hefst kennsla í janúar 2022.

7. Næsti fundur á nýju ári boðaður með fyrirvara.

8. Önnur mál.

    Búið að finna nýja kaffikonu í spilakaffið á Hvolsvelli og er það Sigurborg Óskarsdóttir.

     Góugleði áætluð 8.03 2022 auglýst síðar.

     Ákveðið að biðja séra Sigríði Kristínu Helgadóttur að semja jólahugvekju á heimasíðu FEBRANG .     

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundur 11-21/22 haldinn í stjórn FEBRANG 22.11.2021 kl.1200 í fundarherbergi Oddasóknar 

Mætt voru Þorsteinn Markússon, Vilborg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Jón Ragnar Björnsson og Svavar Hauksson. 

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin. 

1. Sigrún las fundargerð stj.fundar 10-21/22 frá 1.11.2021. 

Fundargerðin samþykkt með breytingum. 

2. Hvað gerðist milli funda. 

2.1 Félags- og fræðslufundi frestað. 

2.2 Jólahlaðborð slegið af. 

2.3 Landsbankinn greiðir kr. 250.000 sem framlag til margmiðlunarkennslu.

2.4 Send var til Héraðsnefndar beiðni um styrk að upphæð kr.5.000.000.

2.5 Formaður skýrði frá fjarfundi formanna aðildarfélaga LEB þann 19.11.2021. 30 manns mættu á Zoom fund, þar af 3 frá LEB. 

Helgi formaður sagði frá athugun LEB á að kaupa vefinn Lifðu núna til að nota sem fréttamiðil fyrir LEB og aðildarfélögin. Ákveðið var á sjórnarfundi að falla frá þeim fyrirætlunum, umfang verkefnisins væri of mikið. 

Rætt var um hvernig væri hægt að auka samskipti/upplýsingamiðlun milli félaga. Bent á að mörg félög væru með síður á Facebook, þar gætu önnur félög „lækað “ til að fylgjast með hjá öðrum félögum. 

Bent var á að aðildarfélögin gætu e.t.v. fengið undirsíður á LEB vefnum til að miðla til sinna félaga. 

Helgi sagði frá heimsóknum til 8 aðildarfélaga. Vel sóttir fundir og gagnlegir. 

Rætt um heiti félaganna. Eldri er neikvætt í hugum sumra. Er ástæða til að breyta nöfnum félaga í t.d. 60+ eitthvað? 

Afslættir til félagsmanna. Þarf að skilgreina betur að afslættir eru fyrir félagsmenn 60 ára og eldri. 

LEB og ÍSÍ fengu 15 millj. kr. hvort til alhliða heilsueflingar. LEB ætlar að ráða 2 aðila til að vinna að verkefninu. Samband ísl. Sveitarfélaga hefur áhuga á að taka þátt. 

Sagt frá Abler greiðslukerfi. Nánari upplýsingar koma síðar. 

Í undirbúningi er afsláttar app fyrir afslætti LEB. 

Rætt var um rafræn félagsskírteini. 

2.6 Álag vegna álags í handverki. 

Sigrún leggur til að afgreiðsla málsins verði bókuð í Trúnaðarbók. Samþykkt. 

2.7 Auglýsing um leiðbeinendur í margmiðlun. 

Auglýsing bar engann árangur.

2.8 Eftirfarandi samningur milli Héraðsnefndar og FEBRANG hefur verið undirritaður: 

Héraðsnefnd Rangárvallasýslu og Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG, hér eftir nefnd Héraðsnefnd og FEBRANG gera með sér svofellt samkomulag: 

Héraðsnefnd annast verktakagreiðslur til verktaka á vegum félagsins svo og launagreiðslur til starfsmanns/starfsmanna FEBRANG ásamt skilum á staðgreiðslu og launatengdum gjöldum f.h. FEBRANG á sama hátt og verið hefur undangengin ár, þannig að. Greiðslur þessar verði skráðar hjá skattayfirvöldum á kennitölu Héraðsnefndar eins og verið hefur undanfarin ár. Héraðsnefnd annast einnig öll uppgjör vegna skattayfirvalda á sama hátt og áður. 

FEBRANG semur við verktaka og launafólk á vegum félagsins um kaup þess og kjör, verksvið, verkefni og um ráðningar og starfslok. 

Hellu 1.11.2021 

3. Samþykkt að stefna að Þorra- eða Góugleði. 

4. Samþykkt að setja hvatningarauglýsingu í næstu Búkollu. 

5. Samþykkt að skipa hóp til að stefna að dansi á útmánuðum. 

6. Fyrirspurn frá LEB um styrki til félagsstarfa á okkar félagssvæði. Samþ. að ræða málið á væntanlegum fundi með sveitarstjórum þann
29.11.2021 

7. Samþ. að bjóða oddvitum og sveitarstjórum á fund þann 29.11.2021. Ræða skal starfsemi Öldungaráðs, lýðheilsumál eldri borgara,
málefni hreyfihamlaðra og styrki til félagsstarfa. 

8. Hvernig hefur til tekist í haust? 

8.1 Aukning í handverki en fækkun í útskurði. 

8.2 Aukning í spilum. 

8.3 Góð þátttaka í bókaklúbb. 

8.4 Góð aðsókn að leiklist. 

8.5 Góð þátttaka í Boccia. 

9. Hvenær byrjum við eftir áramót? 

9.1 Handverkið 18.1. og 19.1. 

9.2 Útskurður 21.1. 

9.3 Spilin 20.1. á Hvolsvelli. 

9.4 Boccia 17.1. 

9.5 Bókaklúbbur 20.1. 

9.6 Leiklist 19.1. 

9.7 Dans 27.1. á Hellu.

Birt með fyrirvara um breytingar.

10. Önnur mál. 

Samþ. að halda næsta stj.fund þann 29.11.2021 kl. 11:30. 

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi. 

10-21/22 fundur haldinn í stjórn FEBRANG
þann 1.11. 2021 kl.1330 í fundarherbergi Oddasóknar á Hellu


Mætt voru Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn
Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir og Vilborg Gísladóttir.
Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð stj.fundar 9-21/22 frá 18.10.2021.
    Fundargerðin samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda
    2.1 Farið var yfir árshátíðina og gjaldkeri lagði fram uppgjör hátíðarinnar.
    2.2 Formaður kvaðst hafa rætt við Hlyn Theodórsson sem kvaðst reiðubúinn
    að troða upp. Samþykkt.
    Nauðsynlegt að finna veislustjóra.
    2.3 Enginn hefur látið í sér heyra varðandi leiðbeinendur í margmiðlun.
    Formaður setti auglýsingu inn á Facebook um margmiðlun. Einn aðili hafði
    samband við hann og ræddi um vinnutíma,
  3. Félags- og fræðslufundur mánudaginn 15. nóvember.
    Formaður lagði fram tillögu að auglýsingu um fundinn.
    Formaður kvaðst hafa haft samband við HSU um að Hreyfistjóri HSU kæmi á
    fundinn. Svar hefur ekki borist.
  4. Oddvitar og sveitarstjórar mæta á fundinn.
    Frestað vegna uppkomins COVID smits.
    Farið var yfir rekstraráætlun FEBRANG fyrir árið 2022.
  5. Önnur mál.
    Kristín Sigurðardóttir sem sér um kaffið á spiladögum á Hvolsvelli kvaðst vilja
    hætta um n.k. áramót.
    Formanni falið að finna nýjan uppáhellara.
    Samþ. að leita tilboða í akstur á jólahlaðborð, bæði á Selfossi og meðal
    skólabílstjóra á svæðinu.
    Samþ. að halda næsta stj.fund þann 22.11.2021 kl.1200.
    Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

9-21/22 Stjórnarfundur FEBRANG haldinn þann 18.10.2021 kl. 1330 í
fundarsal Oddasóknar 

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þórunn Ragnarsdóttir, Þorsteinn Markússon, Svavar Hauksson, Sigrún Ólafsdóttir og Vilborg Gísladóttir. Ásdís Ólafsdóttir boðaði forföll. 

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin. 

1. Svavar las fundargerð stjórnarfundar 8 – 21/22 frá 4.10. 2021. Fundargerðin samþykkt. 

2. Samþykkt var að koma á stofn Trúnaðarbók sem verður í vörslu formanns. 

3. Árshátíð. 

Þórunn, þorsteinn og Jón Ragnar fóru inn í Smáratún og ræddu undirbúning árshátíðarinnar við gestgjafa. 

Stjórnin fór yfir dagskrá og tímasetningar hátíðarinnar. 

Samkv. upplýsingum frá Þórunni eru 92 skráðir á hátíðina. 

4. Jólahlaðborð. 

Borist höfðu 3 tilboð í jólahlaðborð. 

Samþykkt var að taka tilboði frá Hótel Fljótshlíð og stefnt verði að því að halda Jólahlaðborðið þann 1.12.2021 kl.1800. 

Miðaverð var ákveðið kr.8.500. 

Formaður mun ræða við Hlyn Theodórsson um að troða upp. 

Einnig mun formaður gera uppkast að auglýsingu. 

5. Formaður las upp tillögu að auglýsingu þar sem leitað er að leiðbeinendum í margmiðlun. Samþykkt. 

6. Samþ. að stefna að því að halda Félags- og fræðslufund 15.11.2021. Samþ. að bjóða á fundinn Félagsmálastjóra og yfirmanni Heimilisþjónustu. 

7. Hugarflug um lýðheilsumál. 

7.1 Hreyfing/þjálfun á líkama og sál. 

Form. mun ræða við Hjördísi Brynjarsdóttur. 

7.2 Mataræði. 

Samþ. að fá aðila til að ræða um mataræði. 

7.3 Heilbrigðisþjónusta – Heilsufarseftirlit. 

Samþ. að vísa til Öldungaráðs.

7.4 Fræðsla. 

Rætt var um sameiginlegt átak sveitarfélaganna og FEBRANG um lýðeilsumál. 

7.5 Fjármögnun lýðheilsumála. 

Sjá lið 7.4. 

8. Önnur mál. 

Samþ. að bjóða sveitarstjórum og oddvitum REY, RY og Ásahrepps á næsta stjórnarfund þann 1.11.2021. Þar verði rædd m.a. Öldungaráð, rekstur FEBRANG og framlag Héraðsnefndar til FEBRANG. 

Samþ. að halda næsta stjórnarfund þann 1.11.2021 kl. 1330. Fleira ekki gert og formaður sleit fundi. 

8-21/22 Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 4.10.2021 kl. 1330 

í fundarsal Oddasóknar á Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon, Vilborg Gísladóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir og Svavar Hauksson. Ásdís Ólafsdóttir boðaði forföll. 

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð nr. 7 – 21/22. 13.9.2021 sem var samþykkt.

2.   Hvað gerðist milli funda?

2.1 Svavar ræddi við Bjarna Harðarsson um að halda erindi hjá okkur um Njálu. Bað  hann Svavar að hafa samband við sig í febrúar n.k.

2.2 Ræddir voru tölvupóstar er varða Öldungaráð. Trúnaðarmál nr. 1/2021 fært í Trúnaðarbók.

2.3 Formaður skýrði frá ferð með leiðbeinendum til þeirra seljenda sem FEBRANG hefur verslað við. Einungis á einum stað fékkst afsláttur, 20%. Aftur á móti má skila til allra því sem er afgangs.

3. Vörutalning, innkaup og afsláttur.

    Birgðir í handverki námu kr. 680.390 15.9. s.l.  

4. Úrslit skoðanakönnunar. 

    24 Tóku þátt í skoðanakönnuninni sem gerð var á félags- og fræðslufundinum 13.9.  s.l. Mestur áhugi var fyrir kennslu á spjaldtölvur.

5. Vefstóll.
  Formaður skýrði frá því að Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri REY hafi hringt í sig varðandi vefstól sem er eign FEBRANG. Sagði Lilja að nú væri vefstóllinn fyrir út í Sögusetri og þyrfti að fjarlægja hann. 

Samþykkt að reyna að ráðstafa stólnum.

6. Bókaklúbbsnefnd.

Formaður skýrði frá því að Margrét Tryggvadóttir væri reiðubúin að vera formaður nefndarinnar. Því var tekið fagnandi og samþykkt. Svavar Hauksson heldur áfram setu í nefndinni.

7. Fyrirkomulag launagreiðslna.

Eftir að framkvæmdastjóri gerðist starfsmaður FEBRANG hefur KPMG fyrir hönd Héraðsnefndar skilað opinberum gjöldum á kennitölu félagsins. Það hefur í för með sér að félagið þarf að standa skil á launamiðum og gera skattskýrslu. Samþykkt var að óska eftir við Héraðsnefnd/KPMG að annast sem fyrr greiðslur og skilagreinar til hins opinbera og gera jafnframt samning við Héraðsnefnd sem gæti litið svona út:


Samningur

Héraðsnefnd Rangárvallasýslu og Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG, hér eftir nefnd Héraðsnefnd og FEBRANG gera með sér svofellt samkomulag:

Héraðsnefnd annast verktakagreiðslur til verktaka á vegum félagsins svo og launagreiðslur til starfsmanns/starfsmanna FEBRANG ásamt skilum á staðgreiðslu og launatengdum gjöldum f.h. FEBRANG á sama hátt og verið hefur undangengin ár, þannig að greiðslur þessar verði skráðar hjá skattayfirvöldum á kennitölu Héraðsnefndar eins og verið hefur.


Héraðsnefnd annist einnig öll uppgjör vegna skattayfirvalda á sama hátt og áður.

FEBRANG semur við verktaka og launafólk á vegum félagsins um kaup þess og kjör, verksvið, verkefni og um ráðningar og starfslok.

8. Árshátíðin.

    Farið var yfir auglýsingu um hátíðina.

    Samþykkt að Þorsteinn Markússon og Jón Ragnar Björnsson verði veislustjórar.

9. Jólahlaðborð.

    Enn hafa ekki borist tilboð í jólahlaðborðið. Samþykkt að stefna að því að halda  það á tímabilinu 15.11 til 30.11. Leitað verður tilboða hjá
Hótel Fljótshlíð, Land Hótel, Hótel Stracta og Hótel Rangá.

10. Hugarflug um lýðheilsumál.

      Frestað.

11. Önnur mál.

     11.1. Svavar hefur tekið saman frásögn af heimsókn eldri borgara á Djúpavogi s.l. sumar. Samþykkt var að birta hana á vefsíðunni.

     11.2  Næsti fundur ákveðin 18.10. kl. 13:30. 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

       

Stjórnarfundur 7-21/22 í FEBRANG haldinn í Menningarsalnum Hellu þann 13.9.2021 kl.1200 

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon, Sigrún Ólafsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir og Svavar Hauksson. 

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin. 

1. Svavar las fundargerð Stj.fundar FEBRANG 6-21/22 frá 6.9.2021. Fundargerðin samþykkt. 

2. Hvað gerðist milli funda? 

Formaður skýrði frá fjarfundi formanna LEB sem haldinn var 9.9. sl. 26 tóku þátt í fundinum. 

Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði mætti á fundinn og benti á nauðsyn þess að leggja áherslu á okkar 5 áherslupunkta vegna komandi kosninga. Jóni Ragnari Björnssyni og Ingólfi Hrólfssyni falið það verkefni að bera saman áherslur LEB og stefnuskrár framboðsflokkanna. 

Einnig var rætt um skerðingar og lágmarkslaun. Þá töldu margir að leggja mætti meiri áherslu á lýðheilsu. 

3. Samþykkt var reyna að fá Bjarna Harðarson til að halda erindi um Keltana og Njálu. Samþykkt að fresta því fram yfir áramót. 

4. Svavar mun taka saman frásögn af heimsókn eldri borgara frá Djúpavogi. 

5. Formaður lagði fram eyðublað fyrir vörutalningu vegna handverks og uppkast að eyðublaði vegna vörukaupa í handverki. 

6. Framkv.stjóri skýrði frá því að Héraðsnefnd hafi ekki staðið skil á staðgreiðslu og tryggingargjöldum í ágúst, en taldi að FEBRANG ætti standa skil á þessum greiðslum. 

Framvk.stjóra og Sigrúnu Ólafsdóttir falið að ræða málið við Héraðsnefnd. 

7. Önnur mál. 

Svavar upplýsti að staðfest hafi verið við vini Jenna að spila á væntanlegri árshátíð FEBRANG. 

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

       

Stjórnarfundur 6-21/22 haldinn þann 6.9.2021 kl.1200 í Menningarsalnum Hellu

Stjórnarfundur FEBRANG 6-21/22 haldinn þann 6.9.2021 kl.1200 í Menningarsalnum Hellu
Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Sigrún Ólafsdóttir, Þorsteinn Markússon, Vilborg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson og Þórunn Ragnarsdóttir. Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Vilborg las fundargerð Stj.fundar 5-21/22 frá 30.8.2021.
    Fundargerðin samþykkt.

  2. Hvað gerðist milli funda?
    2.1. Margmiðlunarkennsla í skólum.
    Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri á Hellu hafði samband við formann og sagði honum frá takmörkunum á heimsóknum í skóla.

    Samþykkt frestun þar til í nóvember.

    2.2. Aðgerðarhópurinn hefur sent öllum frambjóðendum í Suðurkjördæmi kynningarefni.

    Formaður og Þorsteinn Markússon fóru á framboðsfund Sósíalistaflokksins sem haldinn var á Hellu.

    2.3. LEB hefur boðað til formannafundar þann 9.9.2021. þar verða ræddar aðgerðir á sambandi við komandi Alþingiskosningar.

  3. Farið var yfir auglýsingu um væntanlegt vetrarstarf FEBRANG.

  4. Öldungaráði hafði verið boðið á fund með stjórn FEBRANG.
    Formaður Öldungaráðs boðaði forföll vegna veikinda.
    Á fundinn mætti einn fulltrúi úr Öldungaráði, Bára Sólmundsdóttir sem er fulltrúi FEBRANG í ráðinu.
    Málefni ráðsins rædd fram og aftur. Stjórn FEBRANG undrast stórlega hið algera sinnuleysi sem ráðið sýnir í „starfi” sínu.

    Samþykkt að gera tilraun til fundar með sveitarstjórum til að fá einhverjar skýringar á þessu langvinna sinnuleysi.

  5. Farið var yfir dagskrá félagsfundar sem halda á þann 13.9.2021. Samþykkt að bæta inn í skoðanakönnunina hvað félagar vilja að fjallað sé um á félagsfundum.

    Samþykkt að stefna að næsta félags og fræðslufundi þann 8.11.2021.

  6. Árshátíð 2021.
    Samþykkt að halda hátíðina þann 21.10.2021.
    6.1 Skemmtinefnd falið að sjá um skemmtiatriði.
    6.2 Svavari falið að ræða við hljómsveitina Vini Jenna.
    6.3 Árshátíðin verður í Hótel Smáratúni. Miðaverð ákveðið kr. 6500.

  7. Jólahlaðborð.
    Er í vinnslu.

  8. Samþykkt að halda næsta stj.fund þann 13.9.2021 kl.12:00.

  9. Önnur mál, engin.

    Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

Stjórnarfundur 5-21/22 30.8.2020 kl.1200 í Menningarsal Oddasóknar á Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þórunn Ragnarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon og Svavar Hauksson.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð stjórnarfundar 4-21/22 frá 9.8.2021.

           Fundargerðin samþykkt.

  1. Hvað gerðist milli funda.

           Formaður kvaðst hafa sent umsókn til Krónunnar um styrk að upphæð kr.100.000 til margmiðlunarnámskeiðs.

  1. Rætt var um þátttökugjöld á námskeiðum FEBRANG.

           Formaður taldi að þar sem námskeiðin eru styrkt af FEBRANG skuli þátttakendur vera félagsmenn.

           Formaður mun leggja fram tillögu um málið.

           Leiðbeinendur mættu á fundinn kl.1300.

           Formaður bauð þau velkomin.

3.1 Samþykkt að hefja starfið í september með nauðsynlegum sóttvörnum svo sem sprittun, grímum og fjarlægðamörkum

og semja reglur um það. Samþykkt að fella niður námskeiðsgjald á önninni.

3.2 Samþykkt að handverk hefjist 14.9.2021.

Þátttakendur spritti sig við komu og spritti stól og borð í lokin.

3.3 Samþykkt að útskurður hefjist 17.9.2021. 

3.4 Samþykkt að spilin hefjist 16.9.2021 í stóra salnum í Hvoli Hvolsvelli. Gjald fyrir kaffi og meðlæti samþykkt kr. 800.

3.5 Samþykkt að Boccia hefjist á Hellu og Hvolsvelli 13.9.2021

3.6 Samþykkt að bókaklúbbur hefjist 16.9.2021 í Héraðsbókasafninu á Hvolsvelli.

3.7 Samþykkt að leiklistarnámskeið hefjist 15.9.2021 í Hvolnum á Hvolsvelli.

4. Formaður gerir tillögu að auglýsingu um hauststarfið og fleira.

5. Samþykkt að halda félagsfund 13.9.2021 kl.1330-1530.

6. Samþykkt að halda árshátíð 14.10.2021. Framkv.stjóra falið að leita tilboða.

7. Samþykkt að halda jólahlaðborð 17.11.2021. Framkv.stjóra falið að leita tilboða.

8. Samþykkt að boða Öldungaráð á næsta stjórnarfund.

9. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund 6.9.2021 kl. 1200.

Fundur 4-21/22 í stjórn FEBRANG haldinn 9.8.2021 kl.1200
í fundarsal Oddasóknar

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Svavar Hauksson og Þorsteinn Markússon.

Vilborg Gísladóttir og Sigrún Ólafsdóttir boðuðu forföll.

Formaður setti fund og bauð alla viðstadda velkomna.

1. Svavar las fundargerð stjórnarfundar 3-21/22 frá 14.6.2021. Fundargerð samþykkt með smávegis breytingu.

2. Hvað gerðist milli funda.

2.1.
Formaður FEBRANG var beðinn um að taka sæti í Kjaranefnd LEB og þáði hann boðið. Áætlað er að halda fjarfund í nefndinni þann 10.8.2021.

2.2.
Fundargerð fundar með félögum eldri borgara á Suðurlandi þann 21.6.2021 hefur verið send félögunum.

2.3.
Samþykkt að greiða Svavari Haukssyni kr. 6.000 fyrir akstur vegna heimsóknar Félags eldri borgara frá Djúpavogi.

2.4.
FEBRANG hefur borist framlag til margmiðlunarkennslu frá Arion banka að upphæð kr. 150.000. Ekkert hefur heyrst frá Landsbanka.

3. Fjármál.

3.1.
Farið var yfir rekstrarstöðuna.

3.2.
Farið var yfir rekstraráætlun fyrir árið 2021.

3.3.
Samþykkt var að fella niður námskeiðsgjöld í handverki fram að áramótum. 

4. Starfið á haustönn.

4.1.
Samþykkt að stefna að því að hefja starfið á haustönn í september ef aðstæður leyfa.

4.2.
Svavar kvaðst vilja losna úr Bókaklúbbsnefnd. Formaður mun kanna nýjan liðsmann. Vilyrði hefur fengist fyrir því að fá aðstöðu í Bókasafninu  á Hvolsvelli.

4.3.
Skemmtinefnd er að kanna möguleikana á dansi.

4.4.
Samþykkt að hefja vetrarstarfið með almennum félagsfundi.

4.5.
Samþykkt að fella niður ferð félagsins til Hafnarfjarðar.

4.6.
Kannaður verður möguleiki á að halda árshátíð.

4.7.
Samþykkt að stefna að jólahlaðborði í nóvember.

4.8.
Ákveðið var að sækja um framlag frá Héraðsnefnd í nóvember.

4.9.
Sækja þarf um styrk hjá Krónunni fyrir september.

5. Nefndir.

5.1.
Þórunn las upp fundargerð Ferðanefndar frá 21.7.2021 sem innihélt tillögur að ferðum félagsins árið 2022. Voru þær samþykktar.  Stjórnin þakkaði Þórunni og nefndinni fyrir vel unnin störf.

5.2. Formaður mun senda fundargerðir Skemmtinefndar og Bókaklúbbsnefndar til stjórnarmanna.

6. Margmiðlunarkennsla.
Formaður mun ræða við skólastjórana.

7. Sundleikfimi og önnur leikfimi.
Mikil ánægja er með sundleikfimina á Hellu og Hvolsvelli.

8. Hvar er Öldungaráð?
Samþykkt að boða Öldungaráð á næsta fund stjórnar FEBRANG.

9. Næsti stjórnarfundur.
Samþykkt að halda næsta stjórnarfund þann 23.8.2021 kl.1200.

10. Önnur mál.
Þórunn lagði fram lista yfir 20 nýja félaga sem gengið hafa í félagið eftir að innheimmta var send út.


Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

         

3-21/22 Stjórnarfundur FEBRANG haldinn þann 14.6.2021 kl.1200 í fundarsal Oddasóknar á Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Þórunn Ragnarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir og Þorsteinn Markússon.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð 2-21/22 frá 7.6.2021. Samþykkt.
  1. Hvað gerðist milli funda ?

2.1 Fundargerð landsfundar LEB frá 26.5. 2021 hefur borist til umsagnar.

2.2 Þórsmerkurferðin tókst mjög vel. 64 tóku þátt í ferðinni.

      Stjórn þakkar Þórunni fyrir gott skipulag ferðarinnar.

  1. Jónsmessuhátíð á Goðalandi þann 24.6.2021.

3.1  Farið var yfir dagskrá og tímasetningu hátíðarinnar.

       Mæting kl.1800, borðhald kl.1830-1930, skemmtiatriði kl.1930-2000,
      kaffidrykkja kl. 2000 og Vinir Jenna byrja að spila um kl. 2000.

3.2 Jón Ragnar pantar mat á mánudagsmorgun þegar fjöldi liggur fyrir.

3.3 Matur verður tilbúinn á fimmtudag, Þorsteinn og Svavar sækja og sjá um 
      flutning að Goðalandi.

3.4 Ásdís og Vilborg sjá um skreytingu á veislustað.

3.5 Farið var yfir verð sem ákveðið var kr. 3.500.

3.6 Skemmtinefnd FEBRANG sér um veislustjórn.

  1. Fundur Suðurlandsfélaga eldri borgara þann 21.6.2021 kl.1300 til undirbúnings fundar með frambjóðendum til Alþingis.

4.1 Jákvæð svör hafa borist frá fimm félögum.

4.2 Samþ. að stinga upp á Jóni Ragnari sem fundarstjóra.

4.3 Samþ. að leggja til að skipuð verði undirbúningsnefnd fyrir fundinn í ágúst.

  1. Almennur fundur um Strandir þann 21.6.2021 kl.1500.

Jón Ragnar setur fundinn, Svavar fundarstjóri og segir  nokkur orð, Þórunn fer yfir dagskrá ferðar á Strandir og Hrafn Jökulsson les upp úr bók sinni „Þar sem vegurinn endar”. Síðan spurningar og spjall.

  1. Sundleikfimi.

6.1 Sundleikfimi verður á Hellu og Hvolsvelli tvisvar í viku í sex vikur í sumar.

6.2 Á Hellu þriðjudaga og fimmtudaga kl.0900 og hefst þann 24.6.2021.
      Leiðbeinandi verður Eydís Hrönn Tómasdóttir.

6.3 Á Hvolsvelli miðvikudaga og föstudaga kl.1000 í júní.

      Síðan á þriðjudögum og fimmtudögum kl.1000 í júlí.

      Hefst þar þann 16.6.2021, leiðbeinandi Anna Rún Einarsdóttir.

6.4 Umsamin laun pr. leiðbeinanda kr.100.000.

  1. Eftirfarandi samþ. „Eftir viðburði á vegum FEBRANG skal gera grein fyrir tekjum og gjöldum í tengslum við viðkomandi viðburð”.
  1. Rætt var um sölu drykkjarfanga í ferðum FEBRANG. Samþ. að kanna málið nánar.
  1. Formaður lagði fram tillögu að dagskrá almenns félagsfundar FEBRANG sem áætlað er að halda 6.9.2021. Sjá fskj 1.

Samþ. að bæta við lið „Fjölgun félaga”.

  1. Næsti stjórnarfundur 21.6. kl. 12.
  1. Önnur mál, engin.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi

Fsk.1 

Félagsfundur FEBRANG 6.9.2021 kl. 14

Dagskrá


Ásdís og Steini eru við innganginn og afhenda happdrættismiða.

  1. Formaður setur fund og stjórnar fundi. Tilnefnir Svavar ritara.
  2. Félagsþjónusta. Sigrún Ólafsdóttir kynnir til leiks Aðalheiði K. Steinadóttur, deildarstjóra félagslegrar heimaþjónustu í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.
  3. Happdrætti 1 (Vilborg stjórnar happdrættinu. Dregur/lætur draga og afhendir vinninga ásamt Þórunni). Dreginn 1 vinningur.
  4. Heilsueflandi samfélag. Hvað er það og er það eitthvað fyrir okkur? Eiríkur Vilhelm Sigurðarson og Ólafur Örn Oddsson.
  5. Happdrætti 2. Dreginn 1 vinningur.
  6. Kynning á vefsíðunni febrang.net. Nonni kynnir.
  7. Happdrætti 3. Dreginn 1 vinningur.
  8. Kynning á vetrarstarfinu.
  9. Happdrætti 4. Dreginn 1 vinningur.
  10. Fjölgun félagsmanna. Ásdís.
  11. Skoðanakönnun. Steini talar fyrir og sér um að eyðublöðum sé dreift.
  12. Happdrætti 5. Dreginn 1 vinningur.
  13. Önnur mál.

2-21/22. Fundargerð stjórnarfundar FEBRANG haldinn 7.6.2021 kl.1200 í fundarherbergi Oddasóknar

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

1. Svavar las fundargerð 24. stjórnarfundar FEBRANG frá 20.5.2021 og 1-21/22 frá 20.5.2021. Fundargerðirnar samþykktar.


Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Sigrún Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir.

Einnig las Svavar fundargerð aðalfundar FEBRANG frá 20.5.2021.

2. Hvað gerðist milli funda?
2.1 Arionbanki er reiðubúinn að styðja margmiðlunarkennslu með kr.150.000.
Ekki hefur borist svar frá Landsbanka.
2.2 Sjá lið 6 í fundargerð.

3. Formaður skýrði frá aðalfundi LEB.
LEB hefur látið dreifa blaðinu Lifðu núna 2021 í dreifbýli. Ásdís bauðst til að dreifa blaðinu í þéttbýli en greiðsla frá LEB fyrir dreifinguna renni til FEBRANG.

4. Vorhátíð á Goðalandi 24.6.2021.
4.1 Samþykkt að biðja skemmtinefnd að annast veislustjórn.
4.2 Formaður heimsótti SS á Hvolsvelli. Var bent á að ræða við Matarstræti.
Samþ. að Jón Ragnar, Ásdís og Vilborg sjái um innkaup.
4.3 Gert er ráð fyrir skemmtiatriðum í 30 – 40 mín. að loknum snæðingi.
4.4 Samþ. að auglýsa uppákomuna þann 13.6.2021.
4.5 Miðaverð væntanlega um kr. 3.500.

5. Leiðbeinendur í handverki komu á fundinn.
5.1 Leiðbeinendur reiðubúnir að halda áfram á sömu kjörum.
5.2 Handverk hefjist 14.9.2021 og útskurður 17.9.2021.
5.3 Samþ. að þátttekendur staðgreiði hráefni.
5.4 Samþ. að leita eftir afslætti hjá söluaðilum.
5.5 Leiðbeindur munu hafa augu og eyru opin fyrir nýjungum.

6. Margmiðlunarkennsla og samstarf við grunnskólana.
6.1 Jákvæð svör bárust frá Hellu og Laugalandi en svar hefur ekki borist frá Hvolsvelli.
Formaður sat fund með skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Grunnskólans á Hellu. Rætt um að hafa valgrein í tölvunarfræðum og
nemendur og kennarar leiðbeini eldra fólki í skólanum.
6.2 Ræða við skólastjórana á Laugalandi og Hvolsvelli um sama efni.

7. Fundur Suðurlandsfélaga með frambjóðendum.
Samþ. að boða til fundar með félögum eldri borgara á Suðurlandi mánudaginn 21.6.2021 kl.1300 í Menningarsalnum Hellu til
undirbúnings fundar með frambjóðendum fyrir næstu Alþingiskosningar. Stefnt skal að því að halda þann fund í ágúst n.k.
Samþ. að ræða við Jarþrúði Guðmundsdóttur að sjá um kaffi að fundinum loknum c.a. kl.1430.

8. Samþ. að halda almennan fund í Menningarhúsinu Hellu mánudaginn 21.6.2021 kl.1500. Á fundinn kemur Hrafn Jökulsson og les úr
bók sinni “Þar sem vegurinn endar”. Hann mun hafa með sér eintök af bókinni til sölu.

9. Sundleikfimi.
Enn vantar stjórnanda á Hellu en á Hvolsvelli mun Anna Rún Einarsdóttir taka að sér stjórn á sundleikfiminni.

10. Ferðir sumarsins.
10.1 Þátttaka:
Þórsmörk 64, rútur frá Guðmundi Jónassyni.
Strandir um það bil 40, rúta frá Teiti Jónassyni.
Hafnarfjörður rúmlega 40, rúta frá Teiti Jónassyni.
10.2 Verðlagning :
Þórsmörk 8.000 kr
Strandir. Verð eru kr. 64.100, kr.71.550 og kr. 86.750.

11. Heimsóknir.
11.1 Feb Djúpavogi 19.6-20.6.2021.
Þorsteinn tekur á móti hópnum við Jökulsá. Svavar ekur Þorsteini til móts við hópinn.
11.2 Feb Borgarfjarðardölum ca. 11.8.2021.
Jón Ragnar og Þorsteinn taka á móti hópnum við Jökulsá.
Svavar mun aka Jóni Ragnari og Þorsteini til móts við hópinn.
11.3 Ef greiða þarf félagsmönnum FEBRANG fyrir akstur á vegum félagsins skal notast við taxta ríkisins.

12. Samþ. að halda almennan félagsfund þann 6.9.2021. Fundarefni Heilsuefling o.fl.

13. Samþ. að halda næsta stjórnarfund þann 14.6.2021.

14. Önnur mál, engin.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.



         

1-21/22 Stjórnarfundur FEBRANG haldinn í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli 20.5.2021 kl.1530

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þórunn Ragnarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Þorsteinn Markússon, Ásdís Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir og

Svavar Hauksson.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

Stjórnin skipti með sér verkum en hún nú þannig skipuð :

Formaður Jón Ragnar Björnsson

Aðalstjórn :

Sigrún Ólafsdóttir varaformaður

Þórunn Ragnarsdóttir gjaldkeri

Svavar Hauksson ritari

Þorsteinn Markússon meðstjórnandi

Varastjórn :

Vilborg Gísladóttir

Ásdís Ólafsdóttir

Nefndir skipaðar:

Skemmtinefnd: Sigríður Erlendsdóttir formaður, Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir, Vilborg Gísladóttir og Ásgerður Sjöfn Guðmundsdóttir.

Ferðanefnd: Þórunn Ragnarsdóttir formaður, Svavar Ólafsson og Anna Björgvinsdóttir.

Spilanefnd Hvolsvelli: Kristín Sigurðardóttir og Katrín Björk Jónasdóttir. Spilanefnd Hellu: Jarþrúður Kolbrú Guðmundsdóttir og Katrínu Björk Jónasdóttir. 

Samþykkt að halda næsta stjórnarfund 7.6. 2021 kl. 12.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

24-20/21 Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 20.5.2021 kl.1100 í Hvolnum Hvosvelli

Mættir voru Svavar Hauksson, Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Þorsteinn Markússon, Vilborg Gísladóttir og Þórunn Ragnarsdóttir.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las 23. fundargerð stjórnarfundar frá 17.5.2021.

Fundargerðin samþykkt.

  1. Hvað gerðist milli funda.

2.1 Formaður kvaðst hafa farið með bréf til bankanna með beiðni um aðstoð við margmiðlunarnámskeið.

  1. Undirbúningur aðalfundar FEBRANG 20.5.2021.

Farið var yfir undirbúning fundarins ásamt væntanlegum fundarstjóra Halldóru Þorvarðardóttur.

  1. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund með eftirfarandi dagskrá þann 20.5.2021 strax að loknum aðalfundi.

         4.1 Númer funda: 1 – 21/22

         4.2 Stjórnin skiptir með sér verkum.  

         4.3 Skipað í nefndir.

  1. Önnur mál, engin.

     Fleira ekki gert og formaður sleit fundi

23-20/21 Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 17.5.2021 kl.1200 í fundarsal Oddasóknar

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Þorsteinn Markússon, Sigrún Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir og Þórunn Ragnarsdóttir.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð 22. stjórnarfundar frá 10.5.2021. Fundargerðin samþykkt.
  1. Hvað gerðist milli funda.

    2.1
    Bókaklúbbsnefnd

    Fundargerð Bókaklúbbsins:

    Fimmtudaginn 13. maí 2021, var ákveðið að hittast í Hvolsvelli og athuga með húsnæði fyrir væntanlega starfsemi bókaklúbbs á vegum FEBRANG.

    Mætt voru Svavar Hauksson, Klara Sæland og Jóhanna Jensen.

    Skoðað var húsnæði á Kirkjuhvoli-gamli matsalurinn- sem okku hefur verið boðið til afnota. Þar er nú önnur starfsemi, sem okkur sýndist ekki samræmast okkar þörfum. Ákveðið var að sjá til  hvort eitthvað annað húsnæði byðist á Hvolsvelli.

    Svavar tók að sér að hafa samband við Hrafn Jökulsson, hann er manna fróðastur um mannlíf á Ströndum, og fá hann til að koma og fræða okkur um Strandirnar í sambandi við væntanlega ferð þangað í sumar.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Jóhanna Jensen

    2.2
    Fundur félaga eldri borgara á Suðurlandi 12.5.2021.

    Minnisblað: Fundur með félögum eldra fólks á Suðurlandi, Selfossi 12.5.2021

    FEBSEL boðaði til fundarins. Líklega 7-8 félög voru mætt: Selfoss, Hveragerði, Ölfus, Hrunamanna, Eyrarbakka, Skeiða- og Gnúpverja?, Biskupstungum, FEBRANG.

    Fyrst var spjallað og við sögðum aðeins frá okkar félögum. Síðan komu Þorbjörn Guðmundsson, Helgi Pétursson og Ingibjörg Sverrisdóttir, þátttakendur í Aðgerðahópnum svokallaða og fóru ítarlega yfir Áhersluatriði eldra fólks í komandi Alþingiskosningum.

    Við sögðum frá samþykkt okkar um almennan fund með frambjóðendum fyrir kosningar. Áhugi hjá hinum  félögunum að vera með og nefnt var að fá þau þrjú úr aðgerðahópnum á fundinn.  

    Þorbjörn var beðin um að senda okkur á tölvutæku formi útlistanir hans á kjaramálunum, sem koma hér:

    Upplýsingablað vegna umræðunnar um kjör eldra fólks

    Tekjur eldra fólks
    Árið 2020 var miðgildi tekna þeirra sem taka lífeyri frá TR 400.816 kr. Þetta þýðir að 16.000 til 17.000 manns voru með lægri tekjur en 400.000 kr. á mánuði. Hér er átt við allar tekjur fyrir skatt. Lægsta tíundin er með 310.000 kr. eða lægra.

    6% lífeyristaka eru eingöngu með lífeyri frá TR sem er í dag 266.033 kr. en fyrir þá sem búa einir kemur heimilisuppbót til viðbótar 67.225 kr. sem samanlagt gerir 333.258 kr.

    Skerðingarhlutfallið hjá hjónum og sambýlisfólki er 45% en hjá þeim sem fá heimilisuppbót 56.9%.

    Jaðarskattar það eru áhrif skerðinga á skatt eru á bilinu 76-80%.

    26% fólks 67 ára og eldra er ekki að fá lífeyri frá TR þar af eru rúmlega 3000 manns á hjúkrunarheimilum eða sjúkrastofnunum.

    Frítekjumörk
    Almenna frítekjumarkið er 25.000 kr. og hefur verið óbreytt frá 1. janúar 2017.

    Okkar tillaga er að það hækki í 100.000 kr. á mánuði eða um 75.000 kr. Kostnaðurinn eru 200 milljónir á hverjar 1000 kr. sem frítekjumarkið hækkar. Miðað við hækkun í 100.000 kr. væri brúttó kostnaður rúmir 15 milljarðar.

    Stærsti hluti þess mun bera 37.95% skatt. Nettó kostnaður er því mun lægri eða á milli 10 og 11 milljarðar króna.

    Atvinnutekjur
    Aðeins 23% þeirra sem taka lífeyri frá TR eru með atvinnutekjur og eru þær vart mælanlegar nema hjá þremur efstu tekjutíundunum.

    Alþingi lét Capacent gera athugun á kostnaði við að afnema skerðingar vegna atvinnutekna. Þeirra mat var að það myndi kosta ríkissjóð um 2 milljarða að afnema frítekjumörk að fullu. Hins vegar þegar tekið hefur verið tillit til ávinnings sveitarfélaga af hærri tekjugrunni var nettó kostnaður 218 milljónir.

    Hins vegar ef miðað yrði við að afnema skerðingar frá 70 ára aldri myndi nettó kostnaður verða 80 milljónir í plús.

    Bæta afkomu þeirra sem lægstan hafa lífeyrinn
    Til að lyfta undir lægstu tekjutíundir þarf að fara í sértækar aðgerðir og leggjum við til að það verði sett gólf í líkingu við lágmarkslaunatryggingu á vinnumarkaði. Í dag er lágmarkaslaunatryggin 351.000 kr. og mun hækka í 368.000 kr. 1. janúar 2022. Við framkvæmdina horfum við t.d. til Danmerkur en þar er þetta framkvæmt í gegnum skattinn. Kostnaður við þessa breytingu er ekki mikill enda nær hún til lítils hóps og ræðst einnig af áhrifum frá almennum aðgerðum eins og hækkun frítekjumarka.

    Árleg hækkun lífeyris
    Í 69. gr. laga um almannatryggingar er kveðið á um að lífeyri skuli hækka árlega og taka skuli mið af almennri launaþróun þó skal hækkunin aldrei vera lægri en sem nemur hækkun verðlags. Ekki er sátt um hvernig eigi að túlka 69. gr. sem hefur orðið þess valdandi að lífeyrir fylgir ekki almennri launaþróun. Um síðustu áramót var gerð krafa um að lífeyrinn hækkaði jafnt og laun þ.e. um 15.000 kr. en Alþingi hafnaði því og hækkaði lífeyrinn um 3.6% sem er undir hækkun verðbólgu það sem af er þessu ári. Verðbólga mælist nú 4.6%. Það er mikilvægt að ná sátt um framkvæmd 69 gr. sem tryggir eftirlaunafólki sambærilegar hækkanir og aðrir fá.

    Fjöldi eldra fólks á kjörskrá
    Á kjörskrá í júní árið 2020 voru 252.152.
    Árið 2020 voru 60 ára og eldri um 73.000 og sem hlutfall á kjörskrá 29%.
    67 ára og eldri rúmlega 45.000 og sem hlutfall á kjörskrá 18%.
    70 ára og eldri rúmlega 35.000 og sem hlutfall á kjörskrá 14 %

Reykjavík 15.5.2021
Þorbjörn Guðmundsson

  1. Undirbúningur aðalfundar FEBRANG 20.5.2021.

    3.1
    Hólfun. Ákveðið var að hólfa fundarrýmið ekki í 50 manna hólf.

    3.2
    Spritt og grímur auk hanska verða á fundinum.

    3.3
    Skráning fundarmanna og sætanúmer. Fundarmenn fá skráningareyðublöð, skrá þar persónupplýsingar og sætisnúmer.

    3.4
    Hljóðnemar. Ásdís tekur að sér að fara með hljóðnema að sætum þeirra sem taka til máls.

    3.5 Dagskráin. Farið yfir dagskrá fundarins, verður síðan send stjórninni.

    3.6 Kjörnefnd. Framkv.stjóri kvaðst vera með þrjú nöfn. Framkv.stjóra falið að ræða við viðkomandi.

    3.7
    Skýrsla stjórnar. Formaður mun fara yfir skýrslu stjórnar og senda hana síðan til stjórnar. Samþykkt að stjórn skipti með sér upplestri skýrslunar á aðalfundi.
  1. Formaður ferðanefndar fór yfir ferðir sumarsins. Nú þegar hafa 38 bókað í ferðina á Strandir, 55 í ferð í Þórsmörk og 36 í ferðina til Hafnarfjarðar.
  1. Margmiðlunarkennsla: Bréf til bankanna.
    Lesið var upp bréf til bankanna með beiðni um styrk til verkefnisins. Bréfið samþykkt, undirritað og mun verða sent bönkunum.
  1. Skipulag og undirbúningur fyrir vorhátíðina.

    Samþykkt að halda hana á Goðalandi 24.6.2021. María Svavarsdóttir er reiðubúin að sjá um hátíðina.
  1. Skipulag og undirbúningur fundar með frambjóðendum til Alþingiskosninga. Samþykkt að stefna að því að halda fundinn þann 26.8.2021.
  1. Formaður Öldungaráðs, Fanney Björk Karlsdóttir mætti á fundinn. Farið var yfir bréf er stjórn FEBRANG sendi Öldungaráði á s.l. ári um samræmingu á slætti og snjómokstri. 
  1. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund þann 20.5.2021 kl.1100.
  2. Sundleikfimi. Anna Rún Einarsdóttir er til í að sjá um leikfimina á Hvolsvelli.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi

                      

22-20/21. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 10.5.2021 kl. 1100 í Menningarsalnum Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Ásdís Ólafsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Þorsteinn Markússon og Sigrún Ólafsdóttir. Vilborg Gísladóttir boðaði forföll.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð 21. stjórnarfundar FEBRANG dags. 3.5.2021.

Fundargerðin samþykkt.

  1. Hvað gerðist milli funda?

Svavar skýrði frá því að Bókaklúbbsnefnd FEBRANG muni hittast n.k. fimmtudag og fara í vettvangskönnun á Kirkjuhvol. Síðan sest nefndin niður og skipuleggur framhaldið.

  1. Undibúningur aðalfundar FEBRANG 20.5.2021.

3.1
Farið yfir auglýsingar um aðalfund, pútt og ferðir.

Samþykkt að aðalfundur verði auglýstur í Búkollu með fyrirvara um samkomutakmarkanir. Jafnframt ákveðið að auglýsa púttið og ferðir sumarsins.

3.2
Tillaga um áhersluatriði eldra fólks í komandi Alþingiskosningum samþykkt.
Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG 2021 styður heils hugar og lýsir ánægju sinni yfir þeirri samstöðu sem er meðal félaga eldri borgara, stjórnar og Kjaranefndar LEB um „Áhersluatriði eldra fólks í komandi Alþingiskosningum“ og samþykkt var einróma á formannafundi LEB 13.3.2021. Áhersluatriðin fimm hafa verið gefin út á plaggi sem ber heitið „Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf“.

3.3
Tillaga um lækkun á höfuðstól samþykkt.
Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG 2021 samþykkir að heimila stjórn að lækka höfuðstól félagsins. Þeim fjármunum skal varið til góða fyrir félagsmenn t.d. með kostnaðarþátttöku í námskeiðum, fyrirlesurum, ferðum og öðru því sem stjórnin telur ástæðu til að styrkja í starfsemi félagsins.

Stjórnin skal gera grein fyrir ráðstöfun fjármunanna samhliða kynningu á ársreikningum félagsins. 

3.4
Tillaga um nefndir samþykkt.
Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG 2021 samþykkir að kjósa ekki nefndir að þessu sinni, aðrar en kjörnefnd og laganefnd þegar þörf þykir, en gerir ráð fyrir að stjórnin tilnefni í þær nefndir sem hún telur þörf á til að sinna sérhæfðum og afmörkuðum verkefnum og létta þannig á stjórn.

3.5
Tillaga um fundargerðir samþykkt.
Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG 2021 samþykkir að fundargerðir séu á tölvutæku formi og varðveittar prentaðar í fundargerða möppu. Þær skulu undirritaðar af formanni og fundarritara og öll stjórnin skal skammstafa nöfn sín á allar blaðsíður fundargerðanna.

Fundargerðirnar skulu sendar stjórn til yfirlesturs og athugasemda fljótlega eftir stjórnarfundi. Stjórnin hefur tvo sólarhringa til að lagfæra og samþykkja texta þeirra. Að því búnu skulu þær settar á vefsíðu febrang.net og samþykktar formlega á næsta stjórnarfundi. 

Samþykkt að birta tillögur 3.2 til 3.5 á heimasíðu FEBRANG.

3.6
Farið yfir rekstraráætlun FEBRANG fyrir árið 2022. Samþykkt að kynna áætlunina á aðalfundi FEBRANG.

  1. Ferðir sumarsins.
    Formaður Ferðanefndar upplýsti að rútufyrirtæki sem buðu í ferðir félagsins í ár að heimilt sé að velja úr stök tilboð. Ekki sé skylt að velja allan pakkann.

    Nú hafa 38 bókað í ferðina á Strandir, 40 í Þórsmerkurferðina og 25 í ferðina til Hafnarfjarðar.
  1. Sundleikfimi.
    Svavari var falið að kanna mögulega leiðbeinendur í Rangárþingi eystra. Fékk hann uppgefin 3 nöfn sem hann kom áleiðis til formanns. Formaður upplýsti að Aníta sæi sér ekki fært að stjórna sundleikfiminni í Rangárþingi ytra. Málið er í nánari vinnslu.
  1. Margmiðlunarnámskeið heima hjá þér. Minnisblað.
    Kynntar hugmyndir um margmiðlunarnámskeið. Samþykkt að formaður semji bréf til bankanna um styrk.

Verkefni: 
Kenna félagsmönnum FEBRANG að nota tölvurnar sínar, spjaldtölvur, snjallsíma og fjarstýringar/sjónvörp og önnur margmiðlunartæki.

T.d. nota heimabanka, heilsuveru, Facebook/Twitter, Google Translate til að þýða erlenda texta. Helstu fréttasíður. FEBRANG býður félögum ókeypis heimakennslu 2 klst. Fólk getur svo samið beint við leiðbeinendur um viðbótaraðstoð og greitt sjálft fyrir.

Leiðbeinendur 
Væru verktakar og fengju greitt 5000 kr./klst. ? Ekki greitt fyrir akstur. Semja við kennara í grunnskólunum um að leiðbeina.

Fjármögnun: Sækja til bankana (hagsmunamál fyrir þá), tveir bankar sem leggðu til 250 þús. kr. hver. e.t.v. sveitarfélögin líka eða sjóðir?  

Með 500 þús. kr. væri hægt að aðstoða 50 manns.

Hvenær? Byrja n.k. september.

  1. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund þann 17.5.2021 kl. 12. og boða formann Öldungaráðs á fundinn.
  1. Önnur mál. Engin.

 Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

21-20/21. stjórnarfundur FEBRANG 3.5.2021 kl.11:30 haldinn í Menningarsalnum Hellu

Mætt voru Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Jón Ragnar Björnsson, Þórunn Ragnarsdóttir, Þorsteinn Markússon, Sigrún Ólafsdóttir og Vilborg Gísladóttir.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð 20. stjórnarfundar FEBRANG frá 19.4.2021. Fundargerðin samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda?

    2.1
    Póstur frá Félagi eldri borgara Selfossi um sameiginlegan fund með félögum eldri borgara á Suðurlandi.

    2.2
    Formaður fór yfir bréf sem stjórnarmönnum var afhent á fundi með sóknarnefnd Oddasóknar þann 19.4.2021 og bréf frá Þorgils Torfa Jónssyni fv. oddvita Rangárþings ytra og héraðsnefndarfulltrúa dags. 28.4.2021.

Samþykkt að birta bréfin á vefsíðunni. Sigrún Ólafsdóttir og Vilborg Gísladóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Bréf sóknarnefndar:

„Hellu, 19. apríl 2021

Til stjórnar Félags eldri borgara í Rangárþingi.

Efni: Svar við erindi félagsins um endurgreiðslu á framlögum Héraðsnefndar Rangæinga. 

Sóknarnefnd Oddasóknar hefur tekið erindi félagsins frá 15. mars sl. um endurgreiðslu á framlögum Héraðsnefndar Rangæinga árið 2020 vegna húsnæðisafnota félagsins í menningarheimili Oddasóknar á Hellu til skoðunar og afgreiðslu.

Eftir að hafa rætt við þá aðila sem voru með í samningum v/menningarheimilis og Héraðsnefndar Rangæinga og sátu í Héraðsnefnd árið 2013 er ljóst að umræddur styrkur var ætlaður fyrir starfsemi í  menningarheimilinu en með þeim kvöðum að eldri borgarar fengu þá aðstöðu sem félagið þyrfti.

Sóknarnefnd telur sig hafa komið mjög vel til móts við allar óskir félags eldri borgara í menningarheimilinu, s.s. um sér herbergi sem útbúið var að þeirra ósk.

Eins hefur sóknarnefnd veitt félaginu afnot að safnaðarheimilinu endurgjaldslaust en tekið skal fram að styrktarsamningur á milli Rangárþings ytra, Ásahrepps og Oddasóknar nær þó eingöngu yfir menningarheimilið.

Þá vill undirrituð taka skýrt fram að mér var verulega misboðið yfir þeirri framkomu sem mér mætti á fundi hjá stjórn eldri borgara þann 15. mars s.l. þar sem ég var sökuð um að hafa stolið af framlagi eldri borgara. Þessar greiðslur voru alltaf eyrnamerktar menningarheimilinu og hefðu því aldrei verið framlag til félags eldri borgara til annara nota.

Eins er sóknarnefnd óánægð með að settur var upp mælir á brennsluofninn og reikningur sendur Oddasókn til greiðslu án þess að fyrir lægi samþykki sóknarnefndar Oddasóknar.

Á fundi sóknarnefndar í dag var samhljóða ákvörðun sóknarnefndar Oddasóknar að hafna erindinu. Sóknarnefnd fellst þó á að greiða reikning frá Raffoss ehf. vegna áðurnefndar uppsetningar á mæli að upphæð 92.576 kr. enda telst þá mælirinn eign Oddasóknar. 

Virðingarfyllst,
f.h. Oddasóknar,

Íris Björk Sigurðardóttir
formaður sóknarnefndar Oddasóknar

Bréf Þorgils Torfa Jónssonar:

„Hellu, 28. apríl 2021 

Til stjórnar Félags eldri borgara í Rangárþingi. 

Efni: Staðfesting á efni bréf sóknarnefndar Oddasóknar til FEB Rangárþingi .

Undirritaður hefur verið beðinn um að staðfesta eftirfarandi lýsingu í bréfi sóknarnefndar Oddasóknar til Félags eldri borgara í Rangárþingi, dags. 19. apríl 2021, varðandi framlög Héraðsnefndar Rangæinga vegna aðstöðu í menningarsal Oddasóknar á Hellu: 

„Sóknarnefnd Oddasóknar hefur tekið erindi félagsins frá 15. mars sl. um endurgreiðslu á framlögum Héraðsnefndar Rangæinga árið 2020 vegna húsnæðisafnota félagsins í menningarheimili Oddasóknar á Hellu til skoðunar og afgreiðslu. 

Eftir að hafa rætt við þá aðila sem voru með í samningum v/menningarheimilis og Héraðsnefndar Rangæinga og sátu í Héraðsnefnd árið 2013 er ljóst að umræddur styrkur var ætlaður fyrir starfsemi í menningarheimilinu en með þeim kvöðum að eldri borgarar fengu þá aðstöðu sem félagið þyrfti. 

Sóknarnefnd telur sig hafa komið mjög vel til móts við allar óskir félags eldri borgara í menningarheimilinu, s.s. um sér herbergi sem útbúið var að þeirra ósk

Eins hefur sóknarnefnd veitt félaginu afnot að safnaðarheimilinu endurgjaldslaust en tekið skal fram að styrktarsamningur á milli Rangárþings ytra, Ásahrepps og Oddasóknar nær þó eingöngu yfir menningarheimilið.“ 

Undirritaður staðfestir að allt í ofangreindum úrdrætti úr bréfinu er varðar aðstöðu FEB Rangárþingi í menningarsal Oddasóknar er satt og rétt, en undirritaður kom bæði að því að veita framlög frá Héraðsnefnd Rangæinga sem fulltrúi í nefndinni og eins samnings milli Oddasóknar og Rangárþings ytra og Ásahrepps sem oddviti Rangárþings ytra. 

Virðingarfyllst,
Þorgils Torfi Jónsson
(sign.)
fv., oddviti Rangárþings ytra og héraðsnefndarfulltrúi“

2.3
Samþykkt að birta á vefsíðunni bréf stjórnar FEBRANG til stjórnar og kjaranefndar LEB dags. 28.4. s.l.

3. Undirbúningur aðalfundar FEBRANG 20.5.2021.

3.1
Ályktun um áhersluatriði eldra fólks í komandi Alþingiskosningum. Samþykkt.

3.2
Ályktun um lækkun höfuðstóls. Samþykkt að skoða málið nánar.

3.3
Ályktun um nefndir. Samþykkt.

3.4
Ályktun um fundargerðir. Samþykkt.

3.5
Rekstraráætlun 2022. Samþykkt að semja rekstraráætlun fyrir FEBRANG árið 2022. Formanni og framkv.stjóra falið að annast verkið.

3.6
Skýrsla stjórnar. Formanni og ritara falið að annast verkið.

4. Ferðir sumarsins : Fundargerð Ferðanefndar, fjöldi í ferðum og verðlagning.
Formaður ferðanefndar FEBRANG fór yfir ferðir sumarsins. Ferðanefnd mun fjalla nánar um málið.

5. Sundleikfimi.
Samþykkt að stefna að sundleikfimi 6 vikur í sumar á Hellu og Hvolsvelli. Aníta mun geta séð um sundleikfimina í Rangárþingi ytra. Svavari falið að kanna í Rangárþingi Eystra mögulega leiðbeinendur.

6. Púttið. Brynja Bergsveinsdóttir er reiðubúin að sjá um púttið í sumar. Samþykkt að stefna að því að byrja púttið þriðjudaginn 18.5.2021.

7. SamÞykkt að halda næsta stjórnarfund 10.5.2021 kl.1100.

8. Önnur mál. Engin.

Fleira ekki gert og fundi slitið

20-20/21. stjórnarfundur FEBRANG 19.4.2021 kl. 1130 haldinn í Menningarhúsinu Hellu.

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Þórunn Ragnarsdóttir, Þorsteinn Markússon og Sigrún Ólafsdóttir. Vilborg Gísladóttir boðaði forföll.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð 19. stjórnarfundar FEBRANG frá 12.4.2021. Fundargerðin samþykkt.
  1. Á fundinn kom kjararáð FEBRANG, þau Halldór Gunnarsson formaður ráðsins, Ingibjörg Marmundsdóttir og Bergur Pálsson.

Formaður bauð gestina velkomna og rakti eftirfarandi í starfi stjórnar FEBRANG:
Stjórnin hefur leitað nýrra leiða í baráttumálum eldri borgara.
Af því tilefni var greinin „Virkjum grasrótina“ skrifuð og send stjórn og kjaranefnd LEB og öllum aðildarfélögum LEB 11.3. 2021.

Þá var haldinn rafrænn formannafundur LEB 13.3.2021 sem samþykkti samhljóða „Áhersluatriði eldra fólks í komandi Alþingiskosningum“.

Stjórn FEBRANG setti saman að beiðni kjaranefndar LEB „Miðlun „áhersluatriða“ í málefnum eldri borgara“, sem samþykkt var af kjaranefnd LEB.

Tillaga kjararáðs FEBRANG 15.4.2021 um stofnun stjórnmálaflokks er ekki í takti við einróma samþykkt áhersluatriða fram að Alþingiskosningum.

Halldór tók til máls og las upp eftirfarand tillögu Kjararáðs FEBRANG til landsfundar LEB þann 26.5. 2021:
„Landsfundur LEB haldinn á Selfossi 26. maí 2021 samþykkir að stjórn LEB skoði möguleika á framboði eldra fólks til alþingis 2021, verði engar lagfæringar gerðar á lögum á þessu þingi, s.s. um afnám skerðingar á greiðslum almannatrygginga (TR) til eldri borgara vegna atvinnutekna umfram kr. 100.000.- og að 45% skerðingarprósenta á greiðslum TR lækki verulega vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum og af fjármagnstekjum umfram kr. 25.000.-á mánuði. 

Greinargerð
Þar sem fullreynt virðist að ná fram leiðréttingum á kjörum þeirra eldri borgara, sem verst eru settir fjárhagslega, þá er lögð fram þessi tillaga um framboð eldra fólks. Sé tekið mið af fjölda þeirra sem voru á kjörskrá 2020, má gera ráð fyrir að kjósendur 60 ára og eldri séu um 73 þúsund, sem eru tæplega 30% af þeim sem eru á kjörskrá. Núverandi og fyrrverandi stjórnarflokkar hafa nær engar lagfæringar gert á lögum um almannatryggingar frá hruni 2008 um skerðingar á þeim greiðslum, sem jafnframt hafa ekki heldur  fylgt launaþróun öll þessi ár, þrátt fyrir munnleg og skrifleg loforð um lagfæringar og bætur  fyrir kosningar. 

Framboðið hafi það markmið fyrst og fremst, að ná fram ýmsum réttarbótum og lagfæringum á lögum almannatrygginga fyrir eldra fólk og að starfa aðeins eitt kjörtímabil á alþingi, nái framboðið kjöri alþingismanna til alþingis.  Framboðið verði óháð stjórnmálaflokkum, en taki afstöðu til einstakra mála út frá hagsmunum eldra fólks. 

Verði engar lagfæringar gerðar á lögum á þessu þingi, sé stjórn LEB falið að kynna tillögu um þetta framboð á félagsfundum í öllum félögum eldri borgara í landinu og leita þar eftir samþykkt þessarar framkvæmdar ásamt stuðningi félagsmanna um framkvæmdina. Í ljósi viðbragða frá þessum fundarhöldum, taki stjórnin síðan ákvörðun um hvort á þetta verði reynt. Framkvæmdin verður að bera með sér að ekki sé vegið sérstaklega að einum stjórnmálaflokki umfram aðra, heldur sé hér um nauðvörn að ræða í eitt einstakt skipti, til að ná fram breytingum á ýmsum lögum, sem skerða í dag réttarstöðu og eignarstöðu eldri borgara“.

Minnti Halldór á ályktun er samþykkt var á aðalfundi FEBRANG 2020 og taldi að enginn árangur hefði náðst í baráttumálum eldri borgara. Hann kvaðst munu senda þessa tillögu í nafni kjararáðs FEBRANG til landsfundar LEB með eða án stuðnings stjórnar FEBRANG. Aðspurður um hvort það væri ekki neikvætt að stefna kjararáðs FEBRANG væri þvert á stefnu stjórnar FEBRANG og samþykktar á formannafundi aðildarfélaga LEB. Hann kvað svo ekki vera þar sem að tillaga kjararáðs væri ekki stefna heldur vopn í baráttunni fyrir bættum kjörum eldri borgara.

Halldór kvaðst ætla að bjóða sig fram til setu í stjórn LEB.

Halldór lýsti því yfir að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi setu í kjararáði FEBRANG. Hið sama gerðu Ingibjörg Marmundsóttir og Bergur Pálsson.

Halldór óskaði eftir að kjararáð flytji skýrslu á aðalfundi FEBRANG og var það samþykkt.

Að þessu loknu vék kjararáð af fundinum.

  1. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund 3.5.2021 kl.1130.
  2. Önnur mál.
    Ekki hefur ennþá borist svar frá sóknarnefnd Oddasóknar.
    Samþykkt að hætta að sinni hringingum til að afla nýrra félaga.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

19-20/21. stjórnarfundur FEBRANG haldinn mánudaginn 12.4.2021 kl.1300 í Menningarsalnum á Hellu.

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Sigrún Ólafsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Vilborg Gísladóttir og Þorsteinn Markússon.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð 18. stjórnarfundar FEBRANG frá 29.3.2021. Fundargerðin samþykkt.
  1. Hvað gerðist milli funda?
    2.1 Formaður hafði samband við formann skemmtinefndar FEBRANG varðandi dans og tók viðkomandi vel í að kanna málið.
    2.2 Greinin „Virkjum grasrótina“ hefur verið birt á heimasíðu FEBRANG, send Kjarnanum, Dagskránni, Morgunblaðinu og Bændablaðinu og
    mun birtast þar 15.4. Hefur ekki enn verið birt í Morgunblaðinu.
    2.3 Á kjaranefndarfundi LEB var farið yfir minnisblað stjórnar FEBRANG „Miðlun „áhersluatriða“ í málefnum eldri borgara”. Kjaranefnd LEB
    samþykkti  að beina því til stjórnar LEB hvort ekki sé rétt að taka mið af hugmyndum FEBRANG þegar kemur að því að miðla
    áhersluatriðunum fimm.
    2.4 Auglýsing í Búkollu um ferðir sumarsins. Samþykkt að nota textann sem er á heimasíðu FEBRANG.
  1. Áhersluatriði/stefna LEB, samþykktir stjórnar og kjararáð. Formaður ræddi blaðaskrif Halldórs Gunnarssonar formanns kjararáðs FEBRANG sem ganga í berhögg við stefnu LEB og FEBRANG og samþykkt var á formannafundi LEB 13.3.s.l.

    Formaður las uppkast að bréfi til Halldórs með ósk um að hann mæti á næsta stjórnarfund FEBRANG. Ósk um að fulltrúar í kjararáði FEBRANG mæti á sama fund 30 mín. síðar.
  1. Ferðaáætlun sumarsins. Kynning á Netinu. Auglýsing í Búkollu.
    Farið var yfir ferðaáætlun sumarsins. Beðið er eftir tilboðum í gistingu og akstur. Hámarksfjöldi í löngu ferðina er 40 þátttakendur.
  1. Samþ. að formaður geri uppkast af ályktunum sem leggja á fyrir aðalfund.
  2. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund FEBRANG þann 3.5.2021 kl. 11:30.
  1. Önnur mál.
    Ásdís skýrði frá hringingum til að fjölga félögum í FEBRANG.
    Svavar ræddi um bókband og bókaklúbb á vegum FEBRANG.
    Sigrún ræddi um ritun fundargerða.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

18-20/21. stjórnarfundur FEBRANG haldinn mánudaginn 29.3.2021 kl.11:30 í Menningarsalnum Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Ásdís Ólafsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Þorsteinn Markússon, Vilborg Gísladóttir og Sigrún Ólafsdóttir.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Hvernig hefur til tekist.

          Formaður las upp Minnisblað um miðlun upplýsinga dags. 28.3.2021, sem birt er hér:

Minnisblað um miðlun upplýsinga 28.3.2021

Stjórn fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda og skv. 2. gr. samþykktanna ber stjórn að miðla upplýsingum um starfsemina til félaga sinna.

Frá síðasta aðalfundi hefur verið mörkuð skýr stefna stjórnarinnar varðandi miðlun upplýsinga. Rík áhersla er lögð á að upplýsa félaga um starfsemina og ekki síður að  stjórn fái upplýsingar um það sem kemur til félagsins og frá því fer.

Þær leiðir sem lengst af hafa verið notaðar til að miðla upplýsingum til félaga eru: Auglýsingar í Búkollu, félagsfundir og Facebook að litlu leyti.

Eftir að ný stjórn tók til starfa eftir aðalfund 2020 var ákveðið að búa til vefsíðuna febrang.net til að miðla upplýsingum um starfsemi félagsins. Hún hefur verið kynnt félögum okkar eftir föngum með auglýsingum í Búkollu og með tveim Facebook síðum. Ekki hefur verið unnt að halda almenna fundi þar sem vefsíðan væri kynnt. Á febrang.net eru birtar fréttir, hugleiðingar og léttara efni. Ákveðið var að birta fundargerðir stjórnar á vefnum og áhersla lögð á að koma þeim sem fyrst á framfæri, til að fræða félaga og upplýsa um starfsemina og líka til að reyna að koma í veg fyrir falsfréttir sem alltaf er hætta á ef upplýsingar skortir.

Nú hafa 17 stjórnarfundir verið haldnir og formaður sent  stjórn fundargerðirnar í tölvupósti með ósk um athugasemdir. Að því búnu hafa þær verið settar á vefsíðuna og athygli vakin á þeim á Facebook. Á næsta stjórnarfundi er fundargerðin lesin upp til upprifjunar og að því búnu samþykkt. 

Hvers vegna þetta vinnulag? Til að koma fréttum af starfi félagsins sem fyrst á framfæri, þannig að félagar séu upplýstir: Breyta til að bæta!

Ritun fundargerða
Stjórnin samþykkti á fyrsta fundi sínum að rita fundargerðir á tölvutæku formi og varðveita í möppum í stað þess að handskrifa í fundargerðabók.

Lögð er áhersla á að fundargerðir beri með sér hvað um er fjallað og afgreitt. Einnig eru „límdir“ inn í fundargerðina textar af ýmsu tagi, rétt eins og gert var í fundargerðarbókum félagsins áður. 

Fundargerðir koma nú fyrir almennings sjónir og vera má að einhverjum þyki óþægilegt sumt  sem birt er, en félagar hljóta að hafa rétt á að vita um það sem fram fer í félaginu. -Þetta er þeirra félag og stjórnin á að vinna fyrir þá.     


Tillaga


1. Fundargerðir verði sendar stjórnarmönnum innan 5 daga frá fundi.
2. Stjórnin hefur 2 sólarhringa til að gera athugasemdir við fundargerðina og skoðast hún að því loknu tilbúin til birtingar með áorðnum breytingum á vefsíðu febrang.net.
3. Fundargerðin samþykkt formlega á næsta fundi.

Jón Ragnar Björnsson

Tillagan var samþykkt.


Samþykkt var að þegar fólk í stjórn FEBRANG fær persónulegar fyrirspurnir um starfsemi og fleira tengt félaginu skuli því vísað til stjórnarinnar.

2. Fundargerðir síðustu funda.

Samþykkt var fundargerð 16. stjórnarfundar FEBRANG frá 15.3.2021.

Svavar las fundargerð 17.stjórnarfundar FEBRANG frá 24.3.2021.

Fundargerðirnar samþykktar.

3. Hvað gerðist milli funda.

Borist hefur bréf frá LEB varðandi útkomu blaðs LEB.

Formanni falið að gera uppkast að svari og senda stjórn til athugunar.

Boðaður hefur verið fundur í kjaranefnd LEB 8.4. n.k. 

Formaður FEBRANG hefur verið beðinn að gera tillögur til kjaranefndar LEB um framsetningu og miðlunarleiðir „Tillögu að áhersluatriðum eldra fólks í komandi Alþingiskosningum“ sem samþykkt var á formannafundi LEB 13.3.2021.  

4. Stjórnarkjör í LEB.

Borist hefur frá LEB “Framboð til stjórnar LEB”. Samþykkt að birta á heimasíðu febrang.net.

5. Tveir fulltrúar á landsfund LEB á Selfossi 26.5.2021.

Stjórn FEFRANG mun á aðalfundi sínum stinga upp á Jóni Ragnari Björnssyni sem fulltrúa á landsfundinn. Formanni falið að hafa samband

við Halldór Gunnarsson um það hvort hann gefi kost á sér sem fulltrúi FEBRANG á landsfundinn.

6. Undirbúningur aðalfundar FEBRANG 20.5.20 21.

6.1 Staður og stund. Félagsheimilið Hvoll Hvolsvelli fimmtud. 20.5.2021 kl.13:00.

6.2 Ársskýrsla. Formaður gerir uppkast að skýrslu.

6.3 Skýrslur nefnda. Samþ. að sleppa þessum lið í dagskrá aðalfundar.

6.4 Veitingar og umsjón veitinga.

Framkv.stj. hefur samið við þær Kristínu Sigurðardóttur og Jarþrúði Guðmundsdóttur að sjá um veitingarnar.

6.5 Starfsmenn aðalfundar.

Formanni falið að grafa upp fundarstjóra. Samþ. að stinga upp á Svavari Haukssyni sem fundarritara og biðja Ingibjörgu Marmundsdóttur

að aðstoða við fundarritun.

7. Ferðaáætlun sumarsins 2021.

Samþ. að setja áætlunina á Heimasíðu FEBRANG og birta hana síðan í Búkollu eftir Páska.

8. Nýjungar í starfi félagsins.

8.1 Dans. Málið er í höndum skemmtinefndar félagsins.

8.2 Bókband. Svavari falið að hafa samband við Gunnar Marmundsson.

9. Næsti fundur. Samþ. að halda næsta stjórnarfund mánudaginn. 3.5.2021 kl.11:30.

10. Önnur mál. Samþ. að framvegis hefjist stjórnarfundir kl.12:00.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

17-20/21. Stjórnarfundur FEBRANG 24.03.2021 haldinn í Menningarsalnum Hellu  

Mættir voru Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Þorsteinn Markússon, Ásdís Ólafsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir og Vilborg Gísladóttir. 

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin. 

1. Svavar las fundargerð 16. stjórnarfundar FEBRANG frá 15.03.2021. Sigrún gerði athugasemdir við fundargerðina. Þær séu langdregnar og að ekki væri ástæða að setja inn í þær tillögur og ályktanir um þau mál sem rædd eru. Heldur skulu þær vera á heimasíðunni með tengli í fundargerðinni. 

2. Hvað gerðist milli funda. 

2.1 Orðið var við ósk Kjararáðs FEBRANG um að það mæti á stjórnarfund FEBRANG síðar. 

2.2 Oddasókn sent erindi varðandi endurgreiðslu. Formaður upplýsti að Sóknarnefnd hafi haldið einn fund um málið og mun halda annann
fund áður en ákvörðun verður tekin. 

2.3 Nýir félagar: Ásdís kvaðst hafa hringt í um það bil fjórðung þess fólks sem á hringja í. Af því fólki voru 10 líklegir. 

2.4. Greinin „Virkjum grasrótina” hefur verið birt á heimasíðunni. Nokkrir hafa farið inn á síðuna og lesið greinina. 

3. Stofnaður var bókaklúbbur FEBRANG. 

Í nefndina voru skipuð Svavar Hauksson, Jóhanna Jensen og Klara Sæland. 

4. Framkv.stjóri las upp útboð á akstri í ferðir FEBRANG í ár. Ferðir á vegum félagsins í ár eru vorferð í þórsmörk, langa ferðin norður á Strandir og haustferð til Hafnarfjarðar. 

5. Á fundinn komu Jóhanna Jensen og Kara Sæland. 
Formaður bauð þær velkomnar í Bókaklúbb FEBRANG og las uppkast að erindisbréfi fyrir nefndina. 

6. Rætt um tímasetningu aðalfundar m.a. vegna hægrar bólusetningar. Samþ. að stefna að 13. maí eða 20. maí. 

7. Samþ. að stefna að félags- og fræðslufundi í byrjun október.

8. Félagsstarfið. Ekki er útlit fyrir að unnt verði að hefja félagsstarf í vor. 

9.
9.1. Dans. Samþ. að fela skemmtinefnd að kanna málið.
9.2. Samþ. að kanna áhuga félaga á bókbandi. 

10. Samþ. að stefna að næsta stjórnarfundi 29.3, annars 8.4 

11. Önnur mál. 
Samþykkt var að stefna að Upprisuhátíð/Vorhátíð fimmtudaginn 24.6.2021 kl.1700 á Goðalandi. 

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

 

16-20/21. Fundur í stjórn FEBRANG haldinn 15.03.2021 kl.1300 í Safnaðarheimili Oddasóknar Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Þórunn Ragnarsdóttir, Þorsteinn Markússon, Sigrún Ólafsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir og Vilborg Gísladóttir.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Fundargerð síðasta fundar. 
    Svavar las fundargerð 15. stjórnarfundar FEBRANG sem haldinn var 01.03.2021.
    Fundargerð samþykkt og undirrituð.
  1. Hvað gerðist milli funda.
    Svavar kvaðst hafa talað við Lilju Einarsdóttur sveitarstjóra Rangárþings eystra varðandi húsnæði fyrir væntanlegt starf á vegum FEBRANG.
    Hún kvað það velkomið í samráði við Garðar G. Þorgilsson húsvörð í Hvolnum  og Gunnstein Sigurðsson, forstöðumann VISS, sem er með starfsemi á Kirkjuhvoli.

    Svavar kvaðst hafa rætt við Svan Jóhannesson í Hveragerði í sambandi við að FEBRANG hugleiðir að koma af stað námskeiði í bókbandi. Svanur ráðlagði að hafa samband við og jafnvel heimsækja Laufeyju Valdimarsdóttur sem hefur leiðbeint í bókbandi. Hann bauðst einnig til að vera okkur innan handar þar sem safni bókbindara berst all nokkuð af verkfærum tengdum bókbandi. Mögulegt væri að FEBRANG gæti notið góðs af því sem berst safninu.

2.1 Grein skrifuð og henni dreift.
Lögð var fram grein stjórnar FEBRANG „Virkjum grasrótina“. Greinin var send öllum aðildarfélögum LEB og stjórn LEB.
Samþykkt að birta greinina á heimasíðu FEBRANG, kjarninn.is og í Morgunblaðinu, Bændablaðinu og Dagskránni.

2.2 Formannafundur LEB.
Stjórn FEBRANG sat fjarfund LEB og aðildarfélaga sinna 13.3.2021. Fundurinn samþykkti einróma eftirfarandi tillögu um baráttumál eldri borgara: 

„Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf

Tillaga að áhersluatriðum eldra fólks  í komandi Alþingiskosningum

Bætt lífskjör eldra fólks

Frítekjumörk vegna lífeyris frá lífeyrisjóðum verði 100.000 kr. Eftirlaunafólk fái að vinna eins og því sýnist án skerðinga í almannatryggingakerfinu og njóti afrakurs vinnu sinnar eins og aðrir.  Lágmarkslífeyrir verði aldrei lægri en umsamin lágmarkslaun á  almennum vinnumarkaði. Ellilífeyrir og frítekjumörk hækki árlega samkvæmt launavísutölunni sem Hagstofa Íslands gefur út.

Burt með aldurstakmarkanir

Það er réttlætismál að eldra fólk fái að miða starfslok sín við áhuga, færni og getu en þurfi ekki að hætta virkri þáttöku í atvinnulífinu eingöngu vegna aldurs. Aldursmismunun er bönnuð samkvæmt stjórnarskrá. Skorað er á alþingismenn að  fella úr allri lagasetningu ákvæði um aldurstengdar viðmiðanir, en leggja þess í stað áherslu á þekkingu, reynslu, hæfni og menntun fólks óháð aldri. 

Að lifa heima með reisn

Til að efirlaunafólk geti lifað heima hjá sér með reisn, er lagt til að ríki og sveitarfélög stórauki samvinnu sína með það að markmiði að heilsugæslan verði vagga öldrunarþjónustunnar. Öll fjárframlög taki mið af þessu. Heilsugæslan nálgist eldra fólk  fyrr á lífsleiðinni með samhæfðri teymisvinnu lækna,  hjúkrunarfræðinga og félagsþjónustu sveitarfélaga og haldi því sambandi. Þáttur aðstandenda verði metinn með umönnunarálagi. Stofnun öldrunargeðdeildar er forgangsmál.

Fjölbreyttari búsetuúrræði

Ljóst er að búseta á eigin heimili hentar ekki öllum. Reynslan hefur sýnt að það vantar sárlega millistig milli búsetu á eigin heimili og hjúkrunarheimili. Búsetuúrræði þess fólks sem lendir þarna á milli eru alltof fábreytt. Efla þarf dvalarheimilisstigið á ný og sambýli eldra fólks. 

Fjármunum Framkvæmdasjóðs aldraðra verði einungis varið  til byggingar stofnana fyrir aldraða og til að mæta kostnaði við nauðsynlegar breytingar og endurbætur á húsnæði sem notað er til þjónustu við þá eins og kveðið er á um í lögum. 

Endurskoðun laga

Um málefni sem varða eldra fólk sérstaklega gilda of margir og of sundurleitir lagabálkar, þar á meðal almannatryggingalögin. Einfalda þarf lagaumhverfið og gera það skilvirkara, meðal annars með því að skilja að lög um eldra fólk og öryrkja. Tryggja þarf aðkomu eldri borgara að þeirri endurskoðun“.

Til stendur að gefa út einblöðung með  framangreindum texta og dreifa til félagsmanna um land allt í því skyni að þeir geti komið boðskapnum á framfæri við frambjóðendur til þings.

Samþykkt var að FEBRANG bjóði frambjóðendum kjördæmisins til Alþingiskosninga á almennan fund fyrir kosningar í haust.

2.3 Fjölgun félaga.
Ásdís hefur tekið að sér að hringja í fólk 67 ára og eldra í Rangárvallasýslu sem ekki er í FEBRANG. Vilborg og Svavar útbjuggu lista yfir þetta fólk. Formaður fór út með vegum og brá sér á Selfoss og heimsótti NOVA. Þar festi hann kaup á símaáskrift til notkunar við þessar úthringingar.

2.4  Tæknivinir. Eru þeir ekki til hér?
Nemar í Tölvunarfræðum í Háskóla Íslands hafa sent bréf til allra aðildarfélaga LEB með boði um aðstoð í tölvumálum. Samþykkt var að semja við nema í skólunum í sýslunni um slíka aðstoð.

2.5 Tölvupóstur frá formanni Kjararáðs FEBRANG og viðbrögð stjórnar við þeim pósti.
„Í framhaldi af síðasta tölvupósti til kjararáðs FEBRANG frá 1.3. s.l. þar sem árréttuð er fyrri ósk stórnar FEBRANG frá 20.1.  þar sem formaður var beðinn “um að kanna  áhuga nefndarmanna á að gefa kost á sér áfram í nefndinni, ef aðalfundur ákveður að hún starfi að aðalfundi loknum”   Þessi framsetning gaf í skyn að umræða yrði á fundinum um hvort rétt væri að kjararáð starfi áfram hjá félaginu. Í ljósi þessa var svar nefndarmanna kjararáðs ákveðið á fundi  26.1.  Þar sem stefnt er að aðalfundi félagsins 15.4. má ætla að nægur tími sé til að fá frekari vitneskju um þetta atriði.  
Virðingarfyllst, fyrir hönd kjararáðs FEBRANG
Halldór Gunnarsson“.
Samþykkt var að FEBRANG boði Kjararáð FEBRANG á næsta stjórnarfund.

  1. Húsaleigumál.
    Á fundinn mætti kl. 13:30 Guðrún Aradóttir fyrrverandi formaður FEBRANG.
    Lesið var eftirfarandi minnisblað um málið:

Minnisblað um húsaleigumál 15.3.2021

  1. „Húsaleiga“ kr. 600. þús. á ári hefur verið greidd af framlagi Héraðsnefndar til FEBRANG frá og með árinu 2014 – 2020, í sjö ár, alls kr. 4.200.000. Var það skv. samningi, sem kallaður var húsaleigusamningur og gefin út af Oddasókn dagsettur árið 2014 og gilti eitt ár aftur í tímann. Guðrún Aradóttir, þá nýkjörinn formaður félagsins, var beðin að undirrita hann f.h. félagsins. Allar götur síðan hafa menn haldið að FEBRANG væri að greiða húsaleigu fyrir afnot sín af Menningarsalnum.
  2. Þegar Rangárþing eystra bauð félaginu ókeypis afnot af gamla matsalnum á Kirkjuhvoli þótti stjórninni ástæða til að skoða aðstæður þar. Taldi hún að þarna væri góð aðstaða fyrir handverk félagsins. Með því að flytja það alfarið losnuðu ⅔ af þeim tíma sem félagið notaði í Menningarsalnum og væri unnt að spara allt að 400 þús. kr. á ári í „húsaleigu“.

    Íris Björk Sigurðardóttir mætti á stjórnarfund 11.1.2021 vegna þessa. Í fundargerð var eftirfarandi bókað: „Á fundinn mætti Íris Björk Sigurðardóttir formaður Sóknarnefndar Oddasóknar.

    Formaður skýrði henni frá því að Rangárþing eystra hafi boðið FEBRANG húsnæði fyrir handverkið án kostnaðar. Hann skýrði henni einnig frá því að ⅔ hlutar leigutíma í Menningarsal er vegna handverksins.

    Íris upplýsti að Rangárþing ytra og Ásahreppur greiði húsaleiguna fyrir alla starfsemi í Menningarsalnum. Íris upplýsti einnig að margumtalaðar 600.000 kr. sé greiðsla rafmagns- og hitakostnaðar, einkum vegna brennsluofns, sem notaður er í handverki.“

    Þessar upplýsingar komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ekki var talin ástæða til að flytja handverkið, þar sem leiga væri ókeypis í Menningarsalnum. Jafnframt var ákveðið að láta setja mæli til að mæla notkun brennsluofnsins.
  3. Með hliðsjón af framansögðu mun stjórnin óska eftir endurgreiðslu fyrir síðasta ár.“

Málið rætt fram og aftur og m.a. skýrði Guðrún frá því að sér og stjórn FEBRANG hafa alla tíð verið tjáð að umræddar kr. 600.000 væri húsaleiga.

Íris B. Sigurðardóttir formaður sóknarnefndar Oddasóknar mætti kl. 14:00 á fundinn.

Aftur var lesið upp minnisblað um málið.

Íris upplýsti að upphæðin kr. 600.000 hafi verið ákveðin einhliða af Héraðsnefnd Rangárvallasýslu og að Sóknarnefnd Oddasóknar hafi þar hvergi komið nærri. Hún kvaðst einungis hafa skrifað undir þennann „Húsaleigusamning” fyrir hönd Oddasóknar.

Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu: „Á stjórnarfundi FEBRANG sem haldinn var 15.3.2021 var samþykkt að óska eftir að Oddasókn endurgreiði kr. 600 þúsund sem greiddar voru af framlagi Héraðsnefndar til Félags eldri borgara árið 2020. 300 þús. kr. verði greiddar inn á reikning FEBRANG en 300 þús kr. verði færðar sem eign FEBRANG hjá Oddasókn og upphæðinni varið til greiðslu vegna kaupa og uppsetningar rafmagnsmælis og notkunar rafmagns vegna brennsluofns félagsins“.

Tillagan samþykkt og mun formaður senda hana Oddasókn til umfjöllunar.

4. Svavar fór yfir tillögur laganefndar FEBRANG um breytingar á lögum félagsins.
Þórunn benti á að ekki sé kveðið á í tillögunum að kjósa 2 varamenn skoðunarmanna reikninga. Slíkt ákvæði er ekki í núverandi lögum félagsins. Þrátt fyrir það hefur aðalfundur félagsins kosið 2 varamenn skoðunarmanna reikninga undanfarin ár.

Svavar mun kalla saman enn einn fund til að ræða málið við meðlimi laganefndar.

Samþykkt að halda næsta stjórnarfund FEBRANG mánudaginn 24.03.2021 kl. 13:00.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

15-20/21. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 01.03.2021 í Menningarhúsinu Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Ásdís Ólafsdóttir, Þorsteinn Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir og Vilborg Gísladóttir. Sigrún Ólafsdóttir boðaði forföll.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð 14. Stjórnarfundar FEBRANG frá 01.02.2021.
    Fundargerðin samþykkt og undirrituð.
  1. Hvað gerðist milli funda.
    Formaður skýrði frá því að Guðrún Óskarsdóttir og Ingibjörg Marmundsdóttir hafi heimsótt sig. Ræddu þær staðsetningu handverks og rafmagnsnotkun ofns vegna handverks í Menningarsalnum Hellu.

    Guðrún ræddi sérstaklega eftirfarandi úr bókun 12. stjórnarfundar FEBRANG: „Óheimilt er að selja handverksefni til annarra en nemenda á handverksnámskeiðum”.

    Samþykkt var að bæta við bókunina sem verður þá svohljóðandi: „Óheimilt er að selja handverksefni til annarra en nemenda og leiðbeinenda til eigin nota”.

    Farið var yfir aflestra rafmagnsmæla vegna notkunar brennsluofns. Samþykkt að reyna  að semja við Oddasókn um afslátt á rafmagnsreikningi síðast liðins árs.

    Samþykkt að boða fulltrúa Oddasóknar á næsta stjórnarfund til að ræða málin.

    Farið yfir uppfærslur á textum varðandi starfsemi félagsins og kynningarbréf til nýrra félaga. Samþykkt.
  1. Félagsstarfið.
    Formaður ræddi um skoðanakönnun um að hefja félagsstarfið.
    Samþykkt að fresta félagsstarfinu þar til að lokinni fyrri bólusetningu gegn Covid 19.
  1. Fjölgun félaga.
    Rætt var um að hringja í fólk sem ekki er í félaginu.
    Formaður ræddi þá hugmynd að ráða einstakling til að taka að sér þetta verkefni.
    Samþykkt að kaupa hjá Þjóðskrá lista yfir íbúa í Rangárvallasýslu 67 ára og eldri.

    Vilborgu og Svavari falið að bera saman félagatal FEBRANG og listann frá Þjóðskrá.

    Ásdís kvaðst reiðubúin að taka að sér að hringja í fólk.
  1. Hugarflug um nýjungar í starfi félagsins.
    Málin rædd fram og aftur. Eftir langar og strangar umræður bar hæst á góma að athuga  eftirfarandi : Dans, bókband og bókaklúbb/leshring. Svavari falið að hafa samband við sveitarstjóra Rangárþings eystra varðandi húsnæði.
    Svavar tók að sér að hafa samband við Svan Jóhannesson varðandi bókband.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi

14-20/21. Stjórnarfundur FEBRANG 01.02.2020

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Ásdís Ólafsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon og Þórunn Ragnarsdóttir.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð stjórnarfundar FEBRANG frá 20.01.2021.

Fundargerð samþykkt og undirskrifuð.

  1. Hvað gerðist milli funda.

Svar hefur borist frá Spilanefnd, Katrín Björg Jónasdóttir kveðst reiðubúin að starfa áfram í nefndinni.

Svar hefur borist frá Kjararáði þar sem ráðið kveðst muni svara á aðalfundi félagsins. Samþykkt að bíða eftir svörum annara nefnda og síðan senda aftur póst til Kjararáðs með beiðni um svar.

Bréf hefur borist frá LEB um fjölgun félaga. Formaður kvaðst hafa svarað bréfinu og skýrt frá því sem FEBRANG hefur gert í því máli.

  1. Formaður kvaðst hafa verið boðaður á fund Kjaranefndar LEB fimmtudaginn 04.02.2021.
  1. Eftirtalin fyrirtæki munu veita eldri borgurum afslátt: Byggðasafnið Skógum 15%, Litla Lopasjoppan 10% og Uppspuni 10%.
  1. Samþykkt að formaður og framkv.stjóri fari yfir kynningarefni fyrir nýja félaga og almennt kynningarefni fyrir félagið.    
  1. Rætt um þann möguleika að hefja starfið 1. apríl og starfa fram í miðjan maí.

Formaður mun ganga í málið með rafmagnsmæli vegna ofnsins.

Svavari falið að hafa samband við sveitastjóra Rangárþings eystra um staðsetningu spila á Hvolsvelli.

(Eftirfarandi tölur vísa til númers stjórnarfundar og liðs: 3.9. = þriðji fundur, níundi liður).

2.5.D. Samþykkt að fresta fræðslufundum fram á haustið.

2.5.E. Samþykkt að fresta viðtalstímum stjórnar til haustsins.

2.9. Samþykkt að fresta heimsóknum til nágrannafélaga fram á haust.

3.9. Tæknilæsi. Samþykkt að athuga málið í apríl.

4.14. Félagssnæðingur. Samþykkt að athuga málið með haustinu.

7.9. Kynningarfundir FEBRANG í félagsheimilum. Samþykkt að fresta þeim til haustsins.

8.2. Rauði Krossinn. Samþykkt að fresta málinu til haustsins.

Sumarferðir. Samþykkt að stefna að ferð í Þórsmörk í júní, löngu ferðinni í júlí og athuga með haustferðina til Hafnarfjarðar. Einnig var samþykkt að leita skriflega tilboða hjá fimm rútufyrirtækjum um eitt tilboð í allar ferðirnar.

Frétt í Dagskrána. Samþykkt að senda frétt eftir aðalfund FEBRANG.

  1. Samþykkt að stefna að því halda aðalfund FEBRANG 15.04.2021.
  1. Tillögur að lagabreytingum. Svavar upplýsti að Laganefnd sé að störfum.
  1. Samþykkt að stefna að því lækka eigið fé félagsins um allt að kr. 800.000 m.a. með niðurgreiðslum til félaga í sambandi við áætlaða upprisuhátíð með vorinu.
  1. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund 01.03.2021.

Fleira ekki gert formaður sleit fundi.

13-20/21. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 20.01.2021 

Mætt voru Ásdís Ólafsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Sigrún Ólafsdóttir og Vilborg Gísladóttir. Þorsteinn Markússon boðaði forföll. 

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin. 

1. Svavar las fundargerð stjórnarfundar FEBRANG frá 11.01.2021. Fundargerðin samþykkt og undirrituð. 

2. Hvað gerðist milli funda?
Formaður skýrði frá fundi sínum með Héraðsnefnd Rangárvallasýslu þann 14.01.2021.
Fundur með Héraðsnefnd:
Fundurinn með Héraðsnefnd var haldinn 14.1.2021. Mætt voru Anton Kári Halldórsson, formaður, Ágúst Sigurðsson og Ásta B. Ólafsdóttir, Héraðsnefndarfólk, auk Þorbergs Albertssonar hjá KPMG.

(Minnisblað Jóns Ragnars): Ég gerði stuttlega grein fyrir starfsemi félagsins og vinnu okkar við rekstraráætlun og hagræðingu í rekstri í ljósi þverrandi tekna. Afhenti Minnisblað um rekstrarfyrirkomulag FEBRANG 2021 – Trúnaðarmál – Svo og rekstraráætlun 2021. Gerði grein fyrir tilboði um flutning handverks til Hvolsvallar og húsaleigumálinu mikla. Skýrði jafnframt frá því að í ljósi upplýsinga um að FEBRANG greiddi enga leigu fyrir Menningarsalinn yrði handverkið ekki flutt. Ágúst skýrði frá því að Rangárþing ytra og Ásahreppur greiddu húsaleigu í Menningarsalnum fyrir alla félagsstarfsemi sem þar færi fram, þar sem sveitarfélögin eiga ekki hentugt húsnæði (félagsheimili) á svæðinu. 

Greindi frá samþykkt stjórnarinnar um að óska eftir að Þórunn Ragnarsdóttir
gerðist starfsmaður FEBRANG og að Héraðsnefnd annaðist greiðslur launakostnaðar hennar svo og greiðslur til verktaka, en framlagið rynni að öðru leyti til félagsins. Héraðsnefndarmenn töldu þetta eðlilega ráðstöfun og féllust á að annast áfram áðurnefndar greiðslur. 

Ég sagði frá áformum stjórnar að koma á tölvukennslu fyrir félagsmenn, e.t.v. í samstarfi við skólana og áhuga á að fá sem flesta eldri borgara með í félagsstarfið. Vakti athygli á fjárþörf félagsins til að auka og bæta þjónustu og sagði að okkur kæmi vel ef framlagið yrði ekki skert vegna „húsaleigumála“. Nefndarmenn voru sammála um að þeim kæmi ekki við hvernig félagið verði framlagi Héraðsnefndar. 

Framkv.stjóri skýrði frá fundi sínum með Héraðsnefnd Rangárvallasýslu þann 14.01.2021. Þar var framkv.stjóra sagt upp störfum hjá Héraðsnefnd. 

Formaður ræddi við Írisi B. Sigurðardóttur. Hún tjáði honum að rafmagnsreikningur hafi ekki borist enn. 

3. Lagt fram bréf til Lilju Einarsdóttur sveitastjóra Rangárþings eystra varðandi húsnæði fyrir handverkið. Samþykkt. 

4. Lagt fram bréf til formanna nefnda FEBRANG þar sem óskað er eftir að formenn nefnda kanni áhuga nefndarmanna á áframhaldandi nefndasetu. Samþykkt.

5. Rætt var um að FEBRANG haldi uppskeruhátíð með vorinu þegar aðstæður leyfa. Samþykkt að félagið greiði niður kostnað. 

6. Framkv.stjóri lagði fram lista yfir félaga. Félagar eru þann 01.01.2021 265 + 1 heiðursfélagi. 

Farið var yfir skýrslu FEBRANG til LEB. 

7. Hugarflug um kjaramál eldri borgara. Ýmsar hugmyndir komu fram sem verður unnið með áfram.

8. Farið var yfir dagskrá aðalfundar FEBRANG 2021. 

9. Hvaða nefndir þarf FEBRANG? Málinu frestað. 

10. Afsláttarbók fyrir eldri borgara. Samþykkt að senda tölvupóst til þeirra aðila sem gáfu afslátt á s.l. ári um áframhaldandi velvild. Samþykkt að safna nýjum aðilum og að stjórnarfólk skipti með sér verkum þar sem því verður við komið. 

Samþykkt að halda næsta stjórnarfund 01.02.2021. 

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi. 

12-20/21. stjórnarfundur í FEBRANG haldinn 11.01.2021 kl.1300

Mætt voru Ásdís Ólafsdóttir, Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon, Svavar Hauksson, Þórunn Ragnarsdóttir, Vilborg Gísladóttir og Sigrún Ólafsdóttir.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð síðasta stjórnarfundar frá 7.12.2020, samþykkt.

2. Hvað gerðist milli funda?
Heimsóknir á Vefsíðu félagsins eru að meðaltali 30 á dag.

Ásdís kvaðst hafa afhent gefendum happdrættisvinninga jólakort og lýstu þau yfir þakklæti fyrir jólakortin.

Formaður hefur verið boðaður á fund Héraðsnefndar 14.01.2021 kl. 9:10 og Þórunn Ragnarsdóttir kl. 9:40.

3. Farið var yfir rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2021.

Þessu næst var tekinn fyrir 6. liður á dagskránni:

6. Rædd var leiga félagsins á Menningarsal Oddasóknar á Hellu.

Á fundinn mætti Íris Björk Sigurðardóttir formaður Sóknarnefndar Oddasóknar.

Formaður skýrði henni frá því að Rangárþing eystra hafi boðið FEBRANG húsnæði fyrir handverkið án kostnaðar. Hann skýrði henni einnig frá því að ⅔ hlutar leigutíma í Menningarsal er vegna handverksins.

Íris upplýsti að Rangárþing ytra og Ásahreppur greiði húsaleiguna fyrir alla starfsemi í Menningarsalnum.

Íris upplýsti einnig að margumtalaðar 600.000 kr. sé greiðsla rafmagns- og hitakostnaðar, einkum vegna brennsluofns, sem notaður er í handverki.

Samþykkt að stefna að því að setja mæli á rafmagnsnotkun ofnsins og að FEBRANG greiði rafmagnið samkv. mæli.

Samþykkt að formaður riti Rangárþing eystra bréf um málið.

4. Farið var yfir minnisblað um handverk FEBRANG.
Eftirfarandi tillaga samþykkt:
Staðgreiðsluviðskipti verði tekin upp í handverki. Kaupendur fá afhent útfyllt eyðublað með upplýsingum um fjárhæð og bankareikning. Þeir sem ekki hafa tök á að greiða í banka geta þó staðgreitt með peningum. Keyptar vörur skulu merktar nýjum eiganda með tússi þegar því verður við komið. Þetta breytta fyrirkomulag skal kynnt vandlega, sérstaklega þeim, sem hafa tekið þátt í handverki.

Eftirfarandi tillaga var einnig samþykkt:
Stjórnin mun reyna að semja um bestu kjör við seljendur handverksefnis. Handverksefni verði selt á brúttó innkaupsverði eða með álagi skv. sérstakri stjórnarsamþykkt, ef þurfa þykir. Samið verði um afslátt á ógreiddum reikningi og hann greiddur að því loknu. Óheimilt er að selja handverksefni til annarra en nemenda á handverksnámskeiðum.

  1. Ásdís las upp minnisblað um rekstrarfyrirkomulag FEBRANG. Málið var rætt.

Samþykkt að fresta fundi til þriðjudags 12.01.2012 kl. 1300.

Fundi haldið áfram miðvikudag 13.01.2021 kl. 1600, þar sem ekki var unnt að halda fundinn 12.1.

Tekið fyrir minnisblað um rekstrarfyrirkomulag FEBRANG.
Sigrún óskaði eftir svörum á því hvort einhver hagræðing felist í þessum breytingum. Formaður kynnti tillögur um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi. Þær voru ræddar ítarlega.

Svavar kvaðst samþykkur þessum tillögum. Einnig hvatti hann Framkvæmdastjóra til að íhuga það að gerast starfsmaður FEBRANG.

Eftirfarandi tillaga samþykkt:
Stjórn FEBRANG óskar eftir því að Þórunn Ragnarsdóttir verði framkvæmdastjóri FEBRANG frá og með 1.1.2021. Starfskjör hennar verði eftirfarandi:

Laun skv. BSRB launaflokki 133, 4. þrep, forstöðumaður félagsstarfsemi aldraðra (sömu launakjör og verið hafa).

Greiðsla fyrir akstur: 90 km. á mánuði á taxta starfsmanna ríkisins, sem nú er kr. 114 á km. (kr. 10.260 á mán.).

Greiðsla fyrir síma og Internet kr. 10.000 á mánuði.

Eftirfarandi tillaga einnig samþykkt:
Stjórn FEBRANG óskar eftir því að Héraðsnefnd annist greiðslur til framkvæmdastjóra svo og greiðslur til verktaka á vegum félagsins eins og verið hefur. Það sem eftir stendur af framlaginu verði lagt inn á reikning FEBRANG, enda ekkert því til fyrirstöðu skv. upplýsingum Héraðsnefndar.

  1. Rætt um tímasetningu aðalfundar. Eins og mál standa nú er ómögulegt að tímasetja fundinn.

Samþykkt að tillögur um lagabreytingar verði sendar stjórnarmönnum.

  1. Rætt um nefndir.
    Samþykkt að kjósa Kjörnefnd á næsta aðalfundi, en aðrar nefndir eftir þörfum.
    Hugmynd frá formanni um að stofna nefnd sem skoði og komi með tillögur um aukna og fjölbreyttari starfsemi FEBRANG. Samþykkt var að senda formönnum nefnda bréf til að kanna áhuga nefndamanna á áframhaldandi setu í nefndum.
  2. Starfið á nýja árinu. Sjá hvað setur.
  3. Formaður fékk fyrirspurn frá Gunnari Marmundssyni um að fara af stað með Boccia. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri tímabært að fara af stað.

Samþykkt að stefna að því að félagið haldi upprisuhátíð í boði félagsins þar sem stjórnin leggur til að handbært fé, sem nú nemur um 1,8 millj. kr. verði lækkað, þar sem það er ekki tilgangur félagsins að safna digrum sjóðum.

Formanni barst tölvupóstur frá LEB varðandi afsláttarbókina. Þar eru aðildarfélögin hvött til að safna aðilum sem veita afslátt.

Framkvæmdastjóra falið að taka saman hvar félagar hafa afslátt og síðan skiptir stjórnin með sér verkum til að safna afsláttaraðilum.

Framkvæmdastjóri vinnur að endurskoðun félagaskrár og mun að því loknu senda leiðréttann lista til stjórnarmanna.

Rætt var að stjórnin haldi Þorrablót á eigin kostnað. Vilborg býður fram húsnæði. Athugað að kaupa þorramat hjá SS.

Rætt var um hvort ætti að útvíkka starfssvið vefsíðunefndar.

Ákveðið að halda næsta stjórnarfund miðv.d. 20.01.2021 kl.1300.

Fleira ekki gert, formaður þakkaði viðstöddum langa og stranga fundarsetu og sleit fundi.

Scroll to Top