Fundargerðir 2020

Númer fundargerða: 11 – 20/21 merkir 11. fundargerð frá aðalfundi 2020.

11-20/21. Stjórnarfundur haldinn í FEBRANG 07.12.2020

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þórunn Ragnarsdóttir, Þorsteinn Markússon, Vilborg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir og Svavar Hauksson.

  1. Lesin var fundargerð stjórnarfundar þann 02.11.2020.

Fundargerðin samþykkt og undirrituð.

  1. Hvað gerðist milli funda
    Formaður upplýsti að Krónan hafi hafnað styrktarumsókn FEBRANG.

2 greinar hafa verið birtar í Dagskránni, annars vegar “Hugleiðingar í COVID” eftir Ásdísi Ólafsdóttur og hinsvegar grein eftir Halldór Gunnarsson formann kjararáðs FEBRANG.

Vefsíðan hefur haldið áfram að þróast og heimsóknum á síðuna fjölgað.

Stofnuð hefur verið Facebooksíða Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu “FEBRANG”.

Formaður las upp bréf frá Héraðsnefnd Rangárvallasýslu þar sem nefndin tilkynnir að framlag til FEBRANG fyrir árið 2021 verði kr. 4.000.000, en sótt var um 5.590.000 kr.

  1. Formaður fór yfir rekstraráætlun FEBRANG fyrir árið 2021.

Samþykkt að ræða við sóknarnefnd Oddasóknar um lækkun húsaleigu.

Samþykkt að ræða við birgja um afslátt á vörum til Handverksins.

Rætt um að hækka félagsgjöldin.

Samþykkt að formaður, framkv.stjóri og Sigrún Ólafsdóttir haldi áfram vinnu við rektraráætlun FEBRANG fyrir árið 2021.

  1. Farið var yfir minnisblað um breytingar á rekstri FEBRANG. Sjá hér.
  2. Samþykkt að stefna að skipun kjörnefndar.

Rætt um lagabreytingar, laganefnd er að störfum.

Nefndinni býðst ókeypis aðstoð sérfræðings hjá Háskóla Íslands.

  1. Kl.1400 komu á fundinn leiðbeinendur þau Hjálmar Ólafsson, Guðrún Óskarsdóttir, Brynja Bergsveinsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir.

Formaður bauð þau velkomin.

Samþykkt að þau fái greidd laun í nóvember en bílastyrkur falli niður.

Ólíklegt var talið að handverkið hefjist fyrr en í jan/feb 2021.

Leiðbeinendur féllust á að hætta notkun Kreditkorta en að fá greidd smærri innkaup samkv. reikningi.

  1. Samþykkt var að LEB megi nota nafn FEBRANG í auglýsingum sínum um kjaramál. 

Formaður lagði fram bréf sem m.a. inniheldur tölvupóst til stjórnar og Kjaranefndar LEB undirritað af Halldóri Gunnarssyni formanni Kjararáðs FEBRANG.

Formaður las uppkast að bréfi frá stjórn FEBRANG til Kjararáðs FEBRANG.

Samþykkt að senda bréfið með áorðnum breytingum.

  1. Verkefni í bið:
    Fræðslufundir. 2. Fundur 5.D.
    Viðtalstímar stjórnar á stjórnarfundardögum. 2. 5.E.
    Heimsóknir til nágrannafélaga 2.9.
    Tæknilæsi. Rætt við skólana um samstarf t.d. Tölvukennslu. 3.9.
    Félagssnæðingur, sameiginlegar máltíðir 4.14.
    Kynningarfundir um félagið í félagsheimilunum 7.9.
    Rauði krossinn 8.2.
    Þakkarkveðjur til gefenda vinninga 8.9.
    Frétt í Dagskrána um starfsemi félagsins 9.8.

Þakkarbréf til gefenda happdrættisvinninga, afgreitt.

Frétt í Dagskránni í Jan. 2021, afgreitt.

  1. Hvernig hefur til tekist?
    Frestað til næsta fundar.

   10. Starfið á nýja árinu. Fundurinn taldi nær ómögulegt á þessu stigi að skipuleggja

         starfið á nýju ári.

   11. Engin önnur mál tekin fyrir. 

Samþykkt að halda næsta stjórnarfund 11.01.2021

Fleira ekki gert og formaður þakkaði stjórnarmönnum góða fundarsetu og sleit fundi.

10-20/21. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 2.11.2020 kl.1300

Mættir voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon og Svavar Hauksson.

Formaður setti fund og bauð alla viðstadda velkomna.

1. Fundargerð stjórnarfundar frá 5.10.2020 lesin. Samþykkt.

2. Hvað gerðist milli funda:
Formaður kvaðst hafa rætt við Árna Þorgilsson formann Rangárvallasýsludeildar Rauða Kross Íslands. Árni kvaðst hafa hætt sem formaður deildarinnar en við hafi tekið Ágúst Leó Sigurðsson. Formaður ræddi við Ágúst Leó sem mun hafa samband við höfuðstöðvar RK varðandi námskeið fyrir símavini.

Bréf var sent til Kjararáðs FEBRANG vegna heimsóknar Halldórs Gunnarssonar á fund FEBRANG 15.10. s.l.

Vefsíðan hefur verið opnuð. Sent var erindi til sveitarfélaganna um að þau opni hlekk yfir á vefsíðu FEBRANG.

Einungis 3 þingmenn Suðurkjördæmis hafa svarað bréfi FEBRANG til þeirra. Karl Gauti Hjaltason, Silja Björk Gunnarsdóttir og Ásmundur Friðriksson.

Fundarboð á fund Kjaranefndar LEB misfórst þannig að aðeins 3 aðalfulltrúar mættu. Næsti fundur hefur verið boðaður 6.11.2020.

3.1. Formaður upplýsti að hann og framkvæmdastjóri hafi sest niður og rætt um hugsanlegar breytingar á rekstri FEBRANG.
Formaður útskýrði að mikil vinna sé í sambandi við sölu á munum í handverki. Stefnt verði að því að sala fari fram gegn staðgreiðslu.
Stefnt verði að því að félagið komi sér upp “Posa” og lagði formaður fram gögn um kostnað við þetta.

Sigrún Ólafsdóttir taldi rétt bíða með þessa framkvæmd og bera þetta undir aðalfund félagsins.

3.2. Rætt um að öll innkaup til handverksins verði samkv. reikningi.
Framvk.stj. greiði leiðbeinendum minni innkaup samkv. reikningi.

3.3. Rædd var sú hugmynd að FEBRANG fái allann styrk Héraðsnefndar beint til sín.

3.4. Ákveðið var að skoða nánar að fara yfir í kortaviðskipt við félagsmenn í ferðum og á samkomum.

3.5. Rætt var hvort framkv.stj. félagsins ætti að vera verktaki.

4. Farið var yfir rekstraráætlun FEBRANG fyrir árið 2021.
Formanni og gjaldkera falið að setja saman rekstraráætlun fyrir félagið fyrir árið 2021 sem lögð skal fram á næsta stjórnarfundi.

5. Rædd var umsókn til Héraðsnefndar um styrk til FEBRANG fyrir  árið 2021. Eftir miklar umræður og útreikninga var samþykkt að sækja um 10% hækkun.

6. Samþykkt að stefna að því að halda aðalfund FEBRANG í febrúar 2021.

7. Samþykkt að sækja um styrk til Krónunnar vegna vefsíðu og auglýsinga FEBRANG.

8. Rætt um auglýsingar í Búkollu og kostnað af því. Formaður upplýsti að það muni kosta kr. 254.000 að auglýsa í Búkollu vikulega fram að jólum. Samþykkt að auglýsa félagið, starfsemi þess, vefsíðuna o.fl. fram að jólum.

Framkv.stj. falið að kanna hvort hægt sé að opna Facebooksíðuna Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu.

9. Framkv.stj. upplýsti að félagsmenn FEBRANG væru nú 265.

10. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund 7.12.2020 kl.1300.

11. Gjaldkeri fór yfir stöðu reikninga.
Samþykkt að skila ekki birgðum handverksins en reyna að selja þær félögum.

Ásdís Ólafsdóttir sýndi viðstöddum þakkarkort sem samþykkt var að senda  þeim aðilum sem styrktu okkur vegna happdrættis sem halda átti 15.10 2020.

Ásdísi sérstaklega þakkað fyrir að útbúa þessu fallegu kort.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

9-20/21. Stjórnarfundur í FEBRANG haldinn í Menningarhúsinu Hellu 15.10.2020 kl.1300

Mætt voru Vilborg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Þorsteinn Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir, Jón Ragnar Björnsson, Sigrún Ólafsdóttir og Svavar Hauksson.

Formaður setti fund og bauð viðstadda velkomna.

1. Ritari las fundargerð Stjórnarfundar FEBRANG frá 5.10.2020.

Fundargerð samþykkt og undirrituð eftir smávægilegar en nauðsynlegar lagfæringar.

2. Formaður skýrði frá því sér hafi verið boðin seta í Kjaranefnd LEB sem hann þáði. Óskaði hann eftir stuðningi og aðstoð stjórnar FEBRANG við vinnu sína þar.

Stjórn FEBRANG samþykkti beiðni formanns einróma.

Formaður ræddi almennt um kjarabaráttu eldri borgara og nauðsyn þess að breyta baráttuaðferðum LEB. Formaður ræddi bréf sem stjórnin sendi Kjararáði FEBRANG með boði um að mæta á stjórnarfund FEBRANG þann 15.10.2020. Þar var Kjararáði einnig skýrt frá því að stjórn LEB hafi óskað eftir því að Jón Ragnar Björnsson tæki sæti í Kjaranefnd LEB.

Á fundinn mætti Halldór Gunnarsson í Kjararáði FEBRANG. Formaður bauð hann velkominn og sagði honum að meginefni fundarins væri umræða um kjaramál eldri borgara.

Halldór tók til máls og sagði að sér hafi brugðið þegar hann fékk tölvupóstinn um skipan Jóns Ragnars í Kjaranefnd LEB. Hann kvaðst hafa farið tvisvar á fund Ingibjargar H. Sverrisdóttur sem er formaður FEB Reykjavíkur og nágrennis og jafnframt stjórnarmaður LEB. Hún kannaðist ekki við stjórnin hafi samþykkt að Jón Ragnar taki sæti í Kjaranefnd LEB. Hún hafi síðan hringt í sig að kvöldi 13.10 og staðfest vilja stjórnar LEB að Jón Ragnar Björnsson tæki sæti í Kjaranefnd LEB.

Þá las Halldór upp svohljóðandi yfirlýsingu sem samþykkt var einróma á fundi Kjararáðs FEBRANG 14.10.2020: „Ef stjórn LEB býður FEBRANG að eiga fulltrúa í Kjaranefnd LEB þá hljóti það að teljast eðlilegt að formaður kjararáðs FEBRANG sé tilnefndur af stjórn FEBRANG til að taka þar sæti. Óskað er eftir að það verði staðfest“.

Formaður útskýrði fyrir Halldóri að stjórn LEB hafi boðið sér sæti í kjaranefnd LEB.

Þá átaldi Halldór stjórn FEBRANG fyrir að ályktanir aðalfundar FEBRANG hafi ekki verið birtar í blöðum og ekki komið fram í fundargerð aðalfundar LEB. Formaður sagði það vera ákvörðun stjórnar FEBRANG hvað hún sendi til birtingar í  blöðum. Hvað varðar birtingu í fundargerð aðalfundar LEB á ályktun FEBRANG varðandi Grá herinn upplýsti formaður að þær hafi verið sendar stjórn LEB fyrir aðalfund þeirra þannig að málið sé alfarið í höndum stjórnar LEB.

Að þessu loknu yfirgaf Halldór fundinn.

3. Stjórnin ræddi þörf á breyttum baráttuaðferðum fyrir bættum kjörum eldri borgara. Auðsætt er að hópurinn er mjög sundurleitur m.a. fjárhagslega. Lítið sem ekkert er hlustað á eldri borgara þar sem þeir skapa ekki fjármuni. Nauðsynlegt væri að hafa talsmann eldri borgara m.a. til að leiðrétta fréttir um afkomu þeirra. Einnig að koma á framfæri baráttumálum eldri borgara. Rædd var hugmynd um mismunandi skattþrep við álagningu gjalda á lífeyrissjóðstekjur. Betri afkoma myndi innibera meiri umsetningu í þjóðfélaginu.

4. Samþykkt var að birta ályktanir aðalfundar FEBRANG 2020 á vefsíðu FEBRANG.

Samþykkt var að senda frétt í Dagskrána um starfsemi félagsins á þessu ári. Þar verði vísað á vefsíðu félagsins. 

Samþykkt að auglýsa opnun vefsíðu félagsins í næstu Búkollu.

5. Samþykkt að fela formanni að senda þingmönnum kjördæmisins bréf vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar.

Fleira ekki gert, fundi slitið.



8-20/21. Stjórnarfundur í FEBRANG haldinn í Menningarhúsinu Hellu 5.10.2020 kl.1300

Mætt voru Þorsteinn Markússon, Sigrún Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Jón Ragnar Björnsson og Svavar Hauksson.

Formaður setti fund og bauð viðstadda velkomna.

  1. Ritari las fundargerð stjórnarfundar FEBRANG frá 7.9.2020.

Breyting gerð á lið 15  og hljóðar hann þannig: 

Samþykkt að halda óbreyttu fyrirkomulagi að svo stöddu.

Fundargerðin samþykkt og undirrituð.

Ritari las fundargerð stjórnarfundar FEBRANG frá 10.9.2020.

Fundargerðin samþykkt og undirrituð.

  1. Kl. 1315 kom á fundinn starfandi formaður Öldungaráðs Rangárvallasýslu Fanney Björg Karlsdóttir.

Rætt var um starfssvið Öldungaráðs.

Fanneyju var afhent bréf frá stjórn FEBRANG þar sem bent var á mismunun þjónustu sveitarfélaganna við félaga í FEBRANG.

Upp kom umræða um einmanaleika meðal eldri borgara og svo kallaða símavini. Samþykkt að hafa samband við Árna Þorgilsson formann Rauða Kross deildar í Rangárvallasýslu.

  1. Formaður ræddi starfið framundan og stakk upp á því að fresta öllu starfi um óákveðinn tíma. Samþykkt.
    Framkvæmdastjóra falið að tilkynna öllum viðkomandi frestun á allri stafsemi á vegum FEBRANG. Samþykkt að leiðbeinendur FEBRANG haldi óskertum launum.
  2. Stjórnin samþykkir að vinna að því að ályktun frá aðalfundi FEBRANG varðandi Gráa herinn verði sett inn í fundargerð aðalfundar LEB.
  3. Í ljós komu ýmsar takmarkanir hjá því fyrirtæki ( WorldPress.com) þar sem Vefsíða FEBRANG er vistuð. Samþykkt að flytja vefsíðuna yfir til Bluehost.com.
  4. Formaður las upp bréf til sveitastjóra Rangárþings ytra varðandi fyrirspurn sveitastjóra um flutning á hluta handverks á Hvolsvöll.
    Bréfið samþykkt og undirritað.
    Ritara falið að koma bréfinu til skila.
  5. Ákvörðun um næsta almenna fund sem halda átti í dag á vegum FEBRANG frestað.
  6. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund 2.11.2020.
  7. Ásdís Ólafsdóttir lagði til að senda kveðjur með þökkum þeim sem gáfu vinninga í happdrætti sem halda átti á fundinum þann 5.10.2020. Samþykkt.

          Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

      

7-20/21. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 10.9. 2020 í Safnaðarheimilinu á Hellu

Mættir voru Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon, Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Þórunn Ragnarsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir. Sigrún Ólafsdóttir boðaði forföll.

Formaður setti fund og bauð þá stjórnarmeðlimi sem mættir voru velkomna.

  1. Lestri á fundargerð frá stjórnarfundi 7.9.2020 frestað.
  1. Á fundinn komu leiðbeinendur í handverki þær Guðrún Óskarsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Farið var yfir fyrirkomulag og sóttvarnir í handverki. Féllust leiðbeinendur á þessar reglur og samþykkt var að hefja handverkið þann 22.9.2020.

3. Á fundinn komu spilastjórar á Hellu og Hvolsvelli, þær Katrín Björg Jónasdóttir, Kristín Sigurðardóttir og Jarþrúður Kolbrún Guðmundsdóttir.

Farið var yfir fyrirkomulag og sóttvarnir á spiladögum.

Féllust leiðbeinendur á þessar reglur og samþykkt var að hefja spilamennsku þann 24.9.2020 á Hellu.

4.  Á fundinn komu umsjónarmenn Boccia, þeir Ólafur Guðmundsson Hellu og Gunnar Marmundsson Hvolsvelli. Farið var yfir reglur og sóttvarnir.

Féllust umsjónarmenn á þessar reglur og samþykkt að hefja Boccia þann 21.9.2020.

5. Á fundinn mætti Margrét Tryggvadóttir leiðbeinandi í leiklist.

Farið var yfir reglur og sóttvarnir. Leiðbeinandi féllst á þessar reglur og samþykkt að hefja námskeið þann 23.9.2020.

6. Á fundinn mætti úr Ferðanefnd FEBRANG, þær Anna Björgvinsdóttir og Þórunn Ragnarsdóttir. Farið var yfir erindisbréf fyrir nefndina og samþykkti hún erindisbréfið.

Á fundinn mætti Skemmtinefnd FEBRANG, þær Vilborg Gísladóttir, Sigríður Oddný Erlendsdóttir, Jóna Þorgerður Guðmundsdóttir og Ásgerður Sjöfn Guðmundsóttir.

Farið var yfir erindisbréf fyrir nefndina og samþykkti hún erindisbréfið.

7. Á fundinn mætti leiðbeinandi í útskurði, Hjálmar Ólafsson. Farið var yfir reglur og sóttvarnir og féllst leiðbeinandi á þær.

Samþykkt að hefja útskurð þann 25.9.2020.

8. Formaður ræddi um fræðslu og kynningarfundinn þann 5.10.2020.

Ræddar hugmyndir um að vera með happdrætti. Var það samþykkt og skiptu stjórnarmeðlimir með sér verkum að safna/sníkja vinninga.

Samþykkt að stefna að því fá á fundinn þann 5.10.2020 forstöðumenn stýrihópa Heilsueflandi samfélaga þá Eirík Vilhelm Sigurðsson Rangárþingi ytra og Ólaf Örn Oddsson Rangárþingi eystra.

9. Formaður ræddi þá hugmynd að halda kynningarfundi um FEBRANG í öllum félagsheimilunum í sýslunni. Samþykkt.

Vilborg Gísladóttir tekur saman lista yfir félagsheimilin og sendir formanni.

10. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund þann 5.10.2020 kl. 1200.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

6-20/21. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 7.9. 2020 í Safnaðarheimilinu á Hellu

Mættir voru Ásdís Ólafsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Vilborg Gísladóttir, Sigrún Ólafsdóttir og Þorsteinn Markússon.

Formaður setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna.

1. Ritari las fundargerð stjórnarfundar frá 21.7.2020.

    Fundargerð samþykkt.

2. Gjaldkeri fór yfir fjárhagsstöðu FEBRANG.

   Inneign kr. 1.915.522, rekstarafgangur kr. 1.953.527, ógreidd laun og akstur kr. 978.000.

    Samþykkt að innheimta ekki þátttökugjöld fyrir handverkið hjá þeim sem greitt hafa fyrir þátttöku á fyrri önn.

3. Formaður kvaðst hafa sent tölvupóst til LEB með beiðni um leiðbeiningar um starfið í þessari COVID tíð. Ekkert svar barst frá LEB.

  Formaður kvaðst hafa hringt í varaformann LEB sem tjáði honum að þetta hafi ekki verið tekið upp í stjórn LEB.

4. Síðan barst fréttabréf frá LEB og fór formaður yfir það.

5. Samþykkt að stefna að því að hefja vetrarstarfið á bilinu 22.9 til 29.9 samkvæmt leiðbeiningum og í samvinnu við leiðbeinendur.

5 A, B, C, D, E, F, G, H, I, J farið yfir reglur og sóttvarnarreglur.

5 G, um samkomur og sóttvarnaraðgerðir, skoðað nánar þegar nær dregur.

5 H, formaður kaupir nauðsynlega hluti v/sóttvarnaraðgerða.

5 I, þátttökugjald ekki innheimt nema hjá nýjum þátttakendum.

5 J, ónýttar akstursgreiðslur verði lagðar inn á reikning félagsins.

6. Sigrún Ólafsdóttir mun hafa samband við Helgu Lind hjá Félagsþjónustinni.

    Starf FEBRANG kynnt á fundinum.

   Formaður mun kynna vefsíðuna.

    Formaður útbýr skoðanakönnun.

   Ásdís Ólafsdóttir ræðir fjölgun félaga.

   Svavar Hauksson verður fundarstjóri.

7. Merki félagsins. Samþykkt að vinna ekki að því að svo stöddu.

8. Samþykkt að athuga með heimsóknir til nágrannafélaga í október.

9. Formaður fór yfir heimasíðuna. Samþykkt að halda áfram.

10. Formaður fór yfir kynningarblað á FEBRANG.

      Samþykkt að birta kynninguna í Búkollu og dreifa henni á fræðslufundinum 5.10.

      Samþykkt að útbúa umsóknareyðublað um inngöngu í FEBRANG.

11. Framkv.stjóri upplýsti að hún hafi fengið tilboð í matinn á árshátíðinni í 

     Gunnarshólma frá Kvenfélaginu á kr. 5.000.

     Vinir Jenna munu sjá um músik og skemmtun.

12. Farið var yfir erindisbréf nefnda og ráða FEBRANG. 

      Samþykkt.

13. Samstarf við skólana.

      Laugalandsskóli og Grunnskólinn Hellu hafa svarað en ekki hefur borist svar frá Hvolsskóla.

    Samþykkt að stefna að fundi í seinni hluta September.

14. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund 10.9.2020 kl.1300.

15. Handverk.
Borist hefur erindi frá Rangárþingi eystra um að hafa annan handverksdaginn í vikunni á Hvolsvelli.

Samþykkt að halda óbreyttu fyrirkomulagi. 

Fleira ekki tekið fyrir og formaður sleit fundi.

  

5-20/21. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 21.7. 2020 í Safnaðarheimilinu á Hellu

Mættir voru Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Svavar Hauksson og sveitastjóri Rangárþings eystra Lilja Einarsdóttir.

Lilja Einarsdóttir skýrði frá því að Rangárþing eystra hafi fengið framlag frá hinu opinbera til að vinna að heilsueflingu og aukinni hreyfingu aldraðra.

Lilja óskaði eftir aðstoð FEBRANG við málefnið m.a. að koma á fót gönguhóp með svipuðu sniði eins og í Rangárþingi ytra.

Formaður upplýsti Lilju um að hann hafi rætt við Anítu Þ. Tryggvadóttur sem kvaðst reiðubúin að aðstoða. 

Fundarmenn voru þessu sammála og mun formaður auglýsa þetta á Facebooksíðu FEBRANG.

Þá skýrði Lilja frá því að nokkrir aðilar hafi komið að máli við sig um möguleika á því að handverkinu yrði í annað hvort skipti á Hvolsvelli.

Þá skýrði hún frá því að við stækkun húsnæðis Kirkjuhvols hafa losnað þar matsalurinn og eldhúsið í gamla hlutanum.

Stefnt er að því að nýta það húsnæði m.a. fyrir eldri borgara til dæmis spilin.

Varandi handverkið svaraði formaður því að formlegt erindi 

hafi þegar borist FEBRANG og mun það tekið fyrir á næsta stjórnarfundi.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

4-20/21. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 6.7. í Safnaðarheimiliu á Hellu

Mættir voru Vilborg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Þorsteinn Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir, Jón Ragnar Björnsson og Svavar Hauksson. 

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 

1. Ritari las fundargerð stjórnarfundar FEBRANG frá 15.6.2020. Fundargerð samþykkt með eftirfarandi breytingu: Í stað „Formaður bauð menn velkomna” skuli standa fundarmenn. 

2. Á fundinn mættu úr Kjararáði FEBRANG formaður þess Halldór Gunnarsson og Ingibjörg Marmundsdóttir. Halldór skýrði frá setu á Landsfundi LEB. Kvaðst hann hafa lesið upp tillögu Kjararáðs FEBRANG um vantraust á stjórn LEB sem samþykkt var á aðalfundi FEBRANG. Formaður skýrði frá því að flestar tillögur FEBRANG um breytingar á lögum LEB hafi verið samþykktar á Landsfundi LEB. Halldór ræddi hlutverk Kjararáðs FEBRANG og sagði það vera sjálfstætt. Einnig að formaður FEBRANG sæti alla fundi Kjararáðs FEBRANG og hefði málfrelsi en ekki atkvæðisrétt. Halldór spurði hvort FEBRANG muni birta tillögu Kjararáðs FEBRANG um vantraust á stjórn LEB sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í fjölmiðlum. Ef það yrði ekki gert muni hann birta hana í sínu nafni. Formaður upplýsti að stjórn FEBRANG hefði ekki ennþá ákveðið hvort og hvernig tillagan yrði birt. 

3. Á fundin komu leiðbeinendurnir Þórunn Sigurðardóttir og Hjálmar Ólafsson. Rætt var um handverkið og hvort tímabært væri að brydda upp á einhverju nýju. Samþykkt að stefna að því að hefja handverkið um miðjan september. 

Samþykkt að sleppa einni viku í nóvember en bæta við einni viku í desember. 

4. Framkvæmdastjóri upplýsti að ekki hafi tekist að ná ferðanefndarmeðlimum á fund varðandi mögulegar ferðir í haust. Samþ. að fresta ákvörðunum til 15.7.2020.

5. Rætt um merki félagsins. Fyrrverandi formaður náði aldrei sambandi við hönnuð. Samþykkt að Framkvæmdastjóri hafi samband við Þorgerði Jónu Guðmundsdóttur til að reyna að ná sambandi við hönnuð. 

6. Samþykkt að stefna að heimsóknum til Félaga eldri borgara í nágrenninu. Samþykkt að formaður og ritari ásamt öðrum stjórnarmönnum sem hafa áhuga fari í þessar heimsóknir. 

7. Formaður sýndi fundarmönnum tillögu að vefsíðu fyrir félagið. Stjórnarmönnum leist mjög vel á þessar tillögur. 

8. Samþykkt að formaður og Sigrún Ólafsdóttir undirbúi fræðslufundi. Stefnt að fræðslufundum 5.10.2020 og 23.11.2020. 

9. Formaður lagði fram lista frá Þjóðskrá yfir íbúa í Rangárvallasýslu 60 ára og eldri. Einnig lista yfir félagsmenn í FEBRANG. Vilborgu Gísladóttur og Svavari Haukssyni falið að bera listana saman. 

10. Borist hefur afsláttarbók LEB. Í ljós kom að öll fyrirtæki í Rangárvallasýslu hafa fallið burt. Framkv.stjóra falið að hafa samband við LEB vegna lista sem hún hafði sent LEB. Framkv.stjóri mun einnig senda til formanni listann.

11. LEB blaðinu dreift á fundinum. 

12.Formaður skýrði frá því að strax eftir byrjun skóla í haust muni stjórn FEBRANG og skólastjórnendur hittast á fundi/fundum til að ræða aukið samstarf eldri borgara og skólanna. 

13. Formaður skýrði frá símtali frá Sveitastjóra Rangárþings ytra um að sveitafélagið hafi fengið úthlutað kr. 400.000 til að stuðla að aukinni hreyfingu eldri borgara. 

14. Formaður ræddi um að athuga með félagssnæðing. Til dæmis sameiginlegar máltíðir skólabarna og eldri borgara. 

15. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund 7.9.2020. 

Fleira ekki gert og fundi slitið. 

3-20/21. Stjórnarfundur haldinn í FEBRANG 22.6.2020 kl.1300 í Safnaðarheimilinu Hellu

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 

Mættir voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Þorsteinn Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir, Vilborg Gísladóttir og Svavar Hauksson. Sigrún Ólafsdóttir boðaði forföll. 

1. Ritari las fundargerð stjórnarfundar FEBRANG frá 15.6.2020. Fundargerð samþykkt. 

2. Formaður fór yfir tillögur FEBRANG um breytingar á lögum LEB. Samþykkt. 

3. Formaður Kjararáðs FEBRANG Halldór Gunnarsson sem er annar fulltrúi félagsins á landsfund LEB mætti á fundinn. Hann og hinn fulltrúi félagsins á landsfund LEB, Jón Ragnar Björnsson undirbjuggu sig fyrir landsfund LEB. Farið var yfir tillögur FEBRANG að breytingum á lögum LEB. Samþykkt að formaður fari yfir tillögurnar og sendi þær síðan stjórnarmönnum til skoðunar. 

4. Þorsteinn Markússon las upp núgildandi samþykktir FEBRANG. 

5. Formaður upplýsti að það kostaði kr.16.014 að kaupa útskrift frá Þjóðskrá yfir þá 901 íbúa í Rangárvallasýslu sem eru yfir 60 ára. Samþykkt að kaupa slíka útskrift. 

6. Formaður ræddi kostnað við vefsíðu. Hann upplýsti að WP (Word Press) taki kr.13.000 fyrir slíka síðu sem vistuð er erlendis. Hann kvaðst þegar hafa greitt og hafist handa við að setja upp síðuna. 

7. Formaður ræddi þá hugmynd að boða leiðbeinendur í handverki á fund með stjórninni til að ræða starfið og mögulegar nýjungar. Samþykkt. 

8. Vegna ástandsins voru langa ferðin norður á Strandir og dagsferðin í haust felldar niður. Samþykkt að framkv.stjóri kanni hvort mögulegt sé að fara löngu ferðina síðar í sumar. 

9. Formaður ræddi um tæknilæsi. Stakk hann upp á því að rætt yrði við skólastjóra um að fá unglinga til að leiðbeina eldri borgurum við notkun á spjaldtölvum. Samþykkt. 

10. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund mánud. 6.7.2020 kl.1300. 

11. Formaður stakk upp á því að félagið kaupi smávegis með kaffinu á stjórnarfundum. Samþykkt. 

Formaður og ritari skýrðu frá ferð á fund Gísla Jafetssonar. 

Fleira ekki gert og fundi slitið. 

2-20/21. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 15.6. 2020 kl. 1300 í Safnaðarheimilinu á Hellu

Mættir voru Jón Ragnar Björnsson, Sigrún Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Þorsteinn Markússon og Svavar Hauksson.

Þórunn Ragnarsdóttir boðaði forföll.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Ritari las fundargerð stjórnarfundar frá 12.6.2020 og var hún samþykkt með smávegis breytingum.

2.A. Framkv.stjóri hefur sent upplýsingar um formannaskipti til LEB.

2.B. Kjörbréf hefur verið undirritað og sent til LEB. 

2.C. Samþykkt aðalfundar um vantraust á stjórn LEB

2.D. Ályktun aðalfundar um stuðning LEB við Gráa herinn.

3.A. Veganesti á landsfund LEB: Stjórnin sammála um að LEB eigi að vera baráttuvettvangur fyrir hagsmunamál okkar eldri.

3.B. Samþykkt að formaður og ritari fari á fund Gísla Jafetssonar. Samþykkt að stefna að því Gísla Jafetsson á fræðslufund í haust.

4. Formaður ræddi um landsfund LEB.

Formaður fór yfir tillögur að lagabreytingum LEB frá FebRang.

Samþykkt að stjórnarmenn fari með tillögurnar heim og skoði þær.

Málið síðan tekið upp aftur á næsta stjórnarfundi.

5.A. Samþykkt að félagið stofni heimasíðu.

Eftirtaldir skipaðir í ritnefnd : Jón Ragnar Björnsson ritstjóri, aðrir nefndarmenn Vilborg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Þorsteinn Markússon og Svavar Hauksson.

Samkvæmt upplýsingum formanns mun vistun og lén kosta kr.27.964

Samþykkt að kanna samvinnu við kórinn Hring um heimasíðu, m.a. deila kostnaðinum. 

5.B . Félagið er nú þegar á Facebook, stefna að því að nota hana meira.

5.C. Formanni falið að kanna kostnað við birtingu efnis hjá Dagskránni.

5.D. Formanni og varaformanni falið að kanna með fræðslufundi með haustinu.

5.E. Formaður ræddi þá hugmynd að stjórnin sé til viðtals fyrir stjórnarfundi.  Samþykkt.

5.D. Samþykkt að stefna að því að halda stjórnarfundina fyrsta mánudag í hverjum mánuði. 

6. Samþykkt að beina því til ferðanefndar að kanna möguleika á nokkurra daga ferð þar sem verið er að auglýsa tilboð á ódýrum gistingum.

9. Samþykkt að formaður og ritari ásamt fleiri stjórnarmönnum eftir atvikum heimsæki félög eldri borgara í nágrenninu.

10. Sveitarstjóri Rangárþings ytra ræddi við formann um átak til heilsueflingar með styrk frá Ríkissjóði. Stjórnin lýsir yfir áhuga á málinu.

11. Merki félagsins. Málið er í athugun/vinnslu.

12. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund 22.6.2020 ásamt fulltrúum á Landsfund LEB 30.6.2020

13. Rætt var um hinar mismunandi reglur sveitafélaganna m.a. um slátt á görðum eldri borgara. Koma þarf málinu í hendur Öldungaráðs.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

1-20/21. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 12.6.2020 kl.1710 í Safnaðarheimilinu á Hellu

Mættir voru Jón Ragnar Björnsson, Þórunn Ragnarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Þorsteinn Markússon, Ásdís Ólafsdóttir og Svavar Hauksson. Vilborg Gísladóttir boðaðaði forföll. 

Nýkjörin stjórn skifti með sér verkum. Formaður Jón Ragnar Björnsson Gjaldkeri Þórunn Ragnarsson Ritari Svavar Hauksson Varaformaður Sigrún Ólafsdóttir Meðstjórnandi Þorsteinn Markússon Varamenn í stjórn Vilborg Gísladóttir og Ásdís Ólafsdóttir 

Formaður lagði til að fundargerðir stjórnarfunda verði tölvutæku formi, Eftir stjórnarfundi verði fundargerðirnar sendar stjórnarmönnum til yfirlestrar sem geri athugasemdir ef þurfa þykir. Fundargerðir staðfestar með undirritun stjórnarmanna á næsta stjórnarfundi og varðveittar í fundargerðarbók eða fundargerðarmöppu. 

Samþykkt að halda næsta stjórnarfund mánudaginn 15.6.2020 kl. 1300 í Safnaðarheimilinu á Hellu. 

Stjórnarmenn afhentu formanni netföng sín. 

Fleira ekki gert og fundi slitið. 

Scroll to Top